Ætlaði alls ekki að verða þjálfari en er nú tekinn við uppeldisfélaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 14:06 Ásgeir Örn Hallgrímsson er orðinn þjálfari hjá uppeldisfélaginu. stöð 2 sport Þótt Haukar hafi áður leitað til Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar segir hann að nú hafi hann ekki getað sagt nei við uppeldisfélagið. Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Sjá meira
Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Sjá meira