Ætlaði alls ekki að verða þjálfari en er nú tekinn við uppeldisfélaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 14:06 Ásgeir Örn Hallgrímsson er orðinn þjálfari hjá uppeldisfélaginu. stöð 2 sport Þótt Haukar hafi áður leitað til Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar segir hann að nú hafi hann ekki getað sagt nei við uppeldisfélagið. Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira