Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 17:56 Kirkjufell, og Grundarfjörður, í vetrarskrúða. Vísir/Egill Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“ Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15