Snúin staða á markaði með dísilolíu og verð gæti haldist hátt um skeið
![Margt leggst á eitt sem veldur því að birgðakeðjur eldsneytist flækjast og lengjast, sem gæti haft þau áhrif að verð verður varanlega hærra. Verð á dísilolíu hefur haldist hátt þótt hráolíuverð hafi gefið eitthvað eftir.](https://www.visir.is/i/7ACCD1C5C499CA079C54D2FE0C412AFE702D3F664CBD3F8044EFF1C70C7CBC06_713x0.jpg)
Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi gefið lítið eitt eftir að undanförnu vegna dökkra efnahagshorfa þá helst verðið á dísilolíu áfram hátt. Snúin staða ríkir á heimsmarkaði með dísilolíu af margvíslegum ástæðum. Líklegt er að þau vandamál sem steðja að bæði Bandaríkjunum og Evrópu haldi áfram inn í veturinn.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/17EFCCAE4CDBFBB1368D5B97BB9DC8C1718FB8365D9C9949889102AC4745D967_308x200.jpg)
IEA: Eftirspurn hráolíu heldur áfram að vaxa fram miðjan næsta áratug
Þrátt fyrir að fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum hafi tekið kipp síðastliðin tvö ár mun notkun hráolíu og olíuafurða halda áfram að aukast fram á miðjan næsta áratug. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um ástand og horfur á orkumörkuðum.
![](https://www.visir.is/i/53777BD8DAA31254164A1B18E5860461FB98B10450BE4D9B921DDA1B260E733D_308x200.jpg)
Sádar hyggjast auka hráolíuframleiðslu hratt á næstu árum
Framleiðsla á hráolíu verður aukin hratt í Sádi-Arabíu á næstu tveimur árum og gæti náð 12,5 milljónum tunna á dag árið 2025, sem væri um sjö prósent aukning frá núverandi framleiðslugetu þar í landi.