„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2022 21:00 Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Getty Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“ Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15