Vanda tekur umræðuna nærri sér: „Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 13:22 Vanda Sigurgeirsdóttir var endurkjörin formaður KSÍ fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á sig og Knattspyrnusamband Íslands, vegna þess að landsliðskonur Íslands telja sig ekki hafa fengið sömu umgjörð og landsliðskarlarnir þegar þær spila tímamótaleiki. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og fyrrum landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir gagnrýndu allar hvernig KSÍ stóð að þeirra málum. Vanda skrifar pistil um þetta jafnréttismál á fésbókarsíðu sinni en hún hefur hingað ekki vilja veita fjölmiðlum viðtöl vegna þessa hitamáli. Formaðurinn hefur nú komið fram með sína hlið á þessu máli. Vanda segist þar hafa barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu alla tíð og þetta mál stingi hana því í hjartað. Hugmyndin að hundrað leikja treyjunum er eitthvað sem stjórn KSÍ tók enga ákvörðun um og ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ nema að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hún segir að hefð sé fyrir því að leikmenn sem nái hundrað leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Vanda segir enn fremur að einn starfsmaður úr starfsliði A-landsliðs karla hafi fengið þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson en það hafi verið eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. „KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir,“ skrifar Vanda meðal annars og hún nefnir síðan þrjá hluti sem sambandið ætlar að breyta. Vanda skorar líka á landsliðsfólk að hafa beint samband við starfsmenn sambandsins ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ sé boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. „Það er alltaf hægt að bæta og breyta.,“ skrifar Vanda en í lokin talar hún um það að í þeirri orrahríð sem nú er finnst henni sárast að vegið sé að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli. Pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Pistill Vöndu Sigurgeirsdóttur: Ég tek umræðu síðustu daga mjög nærri mér, enda hef ég, frá því að ég steig mín fyrstu skref í fótbolta, barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu. Nú eftir að ég kom til KSÍ er þessi barátta ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu. Í áratugi hef ég verið í jafnréttisbaráttu og þau sem mig þekkja vita að ég vil síst að þau skilaboð séu í knattspyrnunni að konur skipti síður máli. Það stingur mig í hjartað. Mig langar því að útskýra. KSÍ fylgir reglugerðum sínum um að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hefð er fyrir því að leikmenn sem ná 100 leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ um þessi mál. En hvað þá með þessar treyjur? Fyrir ári síðan fékk einn starfsmaður úr starfsliði A landsliðs karla þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson, sem báðir voru komnir með 100 leiki. Það er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem þetta var gert. Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Skemmtileg hugmynd og flott frumkvæði. Þegar Dagný og Glódís náðu þessum merka áfanga í apríl afhenti ég þeim blóm fyrir leikinn í Serbíu. Sá starfsmaður kvennalandsliðsins sem mun sjá um þetta í framtíðinni var ný tekin til starfa í apríl. Hún vissi ekki af treyjunum hjá A karla. Hefði einhver geta sagt henni þetta? Já vissulega, þar á meðal ég sjálf, því ég var viðstödd í Rúmeníu þegar Birkir og Birkir fengu sínar treyjur. En það fórst einfaldlega fyrir. Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei. KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir. Markmið okkar er jafnrétti. Við erum alltaf að stíga skref þar til að ná betri árangri en augljóst er að við þurfum að vera duglegri að miðla því. Hver er lærdómurinn, tækifærin, hverju ætlum við að breyta? 1. Í vor hófum við að smíða nýjan ramma utan um það hvenær og hvernig á að heiðra leikmenn sem leggja landsliðskóna á hilluna. Við ætlum að setja allt kapp í að klára þá verkferla og bæta. 2. Hugmyndin með 100 leikja treyjuna er góð, við munum innleiða hana sem fastan lið í báðum A landsliðum okkar. 3. Við munum rýna í þá ferla sem fyrir eru og gera endurbætur ef þörf er á. Svo vil ég að lokum skora á landsliðsfólk að hafa beint samband við okkur ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ er boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. Það er alltaf hægt að bæta og breyta. Í þeirri orrahríð sem nú er finnst mér sárast að vegið er að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli – að framþróun fótboltans á Íslandi. Ég hef aldrei kynnst starfshópi sem helgar sig starfi sínu með sama hætti og þessi frábæri hópur. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og fyrrum landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir gagnrýndu allar hvernig KSÍ stóð að þeirra málum. Vanda skrifar pistil um þetta jafnréttismál á fésbókarsíðu sinni en hún hefur hingað ekki vilja veita fjölmiðlum viðtöl vegna þessa hitamáli. Formaðurinn hefur nú komið fram með sína hlið á þessu máli. Vanda segist þar hafa barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu alla tíð og þetta mál stingi hana því í hjartað. Hugmyndin að hundrað leikja treyjunum er eitthvað sem stjórn KSÍ tók enga ákvörðun um og ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ nema að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hún segir að hefð sé fyrir því að leikmenn sem nái hundrað leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Vanda segir enn fremur að einn starfsmaður úr starfsliði A-landsliðs karla hafi fengið þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson en það hafi verið eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. „KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir,“ skrifar Vanda meðal annars og hún nefnir síðan þrjá hluti sem sambandið ætlar að breyta. Vanda skorar líka á landsliðsfólk að hafa beint samband við starfsmenn sambandsins ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ sé boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. „Það er alltaf hægt að bæta og breyta.,“ skrifar Vanda en í lokin talar hún um það að í þeirri orrahríð sem nú er finnst henni sárast að vegið sé að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli. Pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Pistill Vöndu Sigurgeirsdóttur: Ég tek umræðu síðustu daga mjög nærri mér, enda hef ég, frá því að ég steig mín fyrstu skref í fótbolta, barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu. Nú eftir að ég kom til KSÍ er þessi barátta ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu. Í áratugi hef ég verið í jafnréttisbaráttu og þau sem mig þekkja vita að ég vil síst að þau skilaboð séu í knattspyrnunni að konur skipti síður máli. Það stingur mig í hjartað. Mig langar því að útskýra. KSÍ fylgir reglugerðum sínum um að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hefð er fyrir því að leikmenn sem ná 100 leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ um þessi mál. En hvað þá með þessar treyjur? Fyrir ári síðan fékk einn starfsmaður úr starfsliði A landsliðs karla þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson, sem báðir voru komnir með 100 leiki. Það er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem þetta var gert. Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Skemmtileg hugmynd og flott frumkvæði. Þegar Dagný og Glódís náðu þessum merka áfanga í apríl afhenti ég þeim blóm fyrir leikinn í Serbíu. Sá starfsmaður kvennalandsliðsins sem mun sjá um þetta í framtíðinni var ný tekin til starfa í apríl. Hún vissi ekki af treyjunum hjá A karla. Hefði einhver geta sagt henni þetta? Já vissulega, þar á meðal ég sjálf, því ég var viðstödd í Rúmeníu þegar Birkir og Birkir fengu sínar treyjur. En það fórst einfaldlega fyrir. Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei. KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir. Markmið okkar er jafnrétti. Við erum alltaf að stíga skref þar til að ná betri árangri en augljóst er að við þurfum að vera duglegri að miðla því. Hver er lærdómurinn, tækifærin, hverju ætlum við að breyta? 1. Í vor hófum við að smíða nýjan ramma utan um það hvenær og hvernig á að heiðra leikmenn sem leggja landsliðskóna á hilluna. Við ætlum að setja allt kapp í að klára þá verkferla og bæta. 2. Hugmyndin með 100 leikja treyjuna er góð, við munum innleiða hana sem fastan lið í báðum A landsliðum okkar. 3. Við munum rýna í þá ferla sem fyrir eru og gera endurbætur ef þörf er á. Svo vil ég að lokum skora á landsliðsfólk að hafa beint samband við okkur ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ er boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. Það er alltaf hægt að bæta og breyta. Í þeirri orrahríð sem nú er finnst mér sárast að vegið er að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli – að framþróun fótboltans á Íslandi. Ég hef aldrei kynnst starfshópi sem helgar sig starfi sínu með sama hætti og þessi frábæri hópur.
Pistill Vöndu Sigurgeirsdóttur: Ég tek umræðu síðustu daga mjög nærri mér, enda hef ég, frá því að ég steig mín fyrstu skref í fótbolta, barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu. Nú eftir að ég kom til KSÍ er þessi barátta ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu. Í áratugi hef ég verið í jafnréttisbaráttu og þau sem mig þekkja vita að ég vil síst að þau skilaboð séu í knattspyrnunni að konur skipti síður máli. Það stingur mig í hjartað. Mig langar því að útskýra. KSÍ fylgir reglugerðum sínum um að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hefð er fyrir því að leikmenn sem ná 100 leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ um þessi mál. En hvað þá með þessar treyjur? Fyrir ári síðan fékk einn starfsmaður úr starfsliði A landsliðs karla þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson, sem báðir voru komnir með 100 leiki. Það er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem þetta var gert. Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Skemmtileg hugmynd og flott frumkvæði. Þegar Dagný og Glódís náðu þessum merka áfanga í apríl afhenti ég þeim blóm fyrir leikinn í Serbíu. Sá starfsmaður kvennalandsliðsins sem mun sjá um þetta í framtíðinni var ný tekin til starfa í apríl. Hún vissi ekki af treyjunum hjá A karla. Hefði einhver geta sagt henni þetta? Já vissulega, þar á meðal ég sjálf, því ég var viðstödd í Rúmeníu þegar Birkir og Birkir fengu sínar treyjur. En það fórst einfaldlega fyrir. Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei. KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir. Markmið okkar er jafnrétti. Við erum alltaf að stíga skref þar til að ná betri árangri en augljóst er að við þurfum að vera duglegri að miðla því. Hver er lærdómurinn, tækifærin, hverju ætlum við að breyta? 1. Í vor hófum við að smíða nýjan ramma utan um það hvenær og hvernig á að heiðra leikmenn sem leggja landsliðskóna á hilluna. Við ætlum að setja allt kapp í að klára þá verkferla og bæta. 2. Hugmyndin með 100 leikja treyjuna er góð, við munum innleiða hana sem fastan lið í báðum A landsliðum okkar. 3. Við munum rýna í þá ferla sem fyrir eru og gera endurbætur ef þörf er á. Svo vil ég að lokum skora á landsliðsfólk að hafa beint samband við okkur ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ er boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. Það er alltaf hægt að bæta og breyta. Í þeirri orrahríð sem nú er finnst mér sárast að vegið er að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli – að framþróun fótboltans á Íslandi. Ég hef aldrei kynnst starfshópi sem helgar sig starfi sínu með sama hætti og þessi frábæri hópur.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira