Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 13:04 Frá aðgerðum lögreglunnar þegar Hussein var fluttur á brott. Aðsend Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20