Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 13:04 Frá aðgerðum lögreglunnar þegar Hussein var fluttur á brott. Aðsend Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20