Sverrir og Jóhann snúa aftur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 13:03 Íslenska landsliðið endurheimtir hinn öfluga Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson hefur valið fyrir leikina í Baltic Cup síðar í þessum mánuði. Arnar er með íslenska landsliðið í Suður-Kóreu eftir 1-0 tapið gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn, en Ísland mætir Suður-Kóreu á föstudaginn. Liðið í þeim leikjum er að stórum hluta skipað leikmönnum úr Bestu deildinni. Leikirnir í Baltic Cup eru hins vegar á FIFA-leikdögum svo að Arnar gat valið þá leikmenn sem hann vildi, og eru Sverrir og Jóhann með að þessu sinni. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason gátu hins vegar ekki gefið kost á sér vegna meiðsla, að sögn Arnars. Jóhann, sem leikið hefur 81 A-landsleik, lék síðast fyrir landsliðið í september í fyrra, í 4-0 tapinu gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Hann hefur leikið fjórtán deildarleiki með Burnley í haust en liðið er á toppi ensku B-deildarinnar. Fyrstu landsleikir Sverris síðan í mars 2021 Sverrir, miðvörður PAOK í Grikklandi, hefur ekki verið með landsliðinu síðan í mars 2021, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar sem jafnframt voru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars. Sverrir á að baki 39 A-landsleiki. Hálft annað ár er síðan að Sverrir Ingi Ingason lék síðast með íslenska landsliðinu.Getty Í Baltic Cup leika auk Íslands lið Eistlands, Lettlands og Litháens. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember og svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember. Hér að neðan má sjá landsliðshópinn. Landsliðshópurinn: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk Kant- og sóknarmenn: Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk „Mikill heiður fyrir okkur að fá boð“ Arnar landsliðsþjálfari segir á vef KSÍ að stefnan sé sett á sigur á Baltic Cup. „Mér líst mjög vel á þetta Baltic Cup verkefni, frábært að fá mótsleiki í stað vináttuleikja. Eins og við vitum þá breytir það alltaf leikjunum ef það er að einhverju að keppa. Mér skilst að þetta sé mót sem var fyrst haldið fyrir hátt í hundrað árum og það er bara mikill heiður fyrir okkur að fá boð frá þessum vinaþjóðum okkar um þátttöku sem gestalið. Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni en fyrst það tókst ekki þá var mikilvægt að ná öðru sætinu upp á framhaldið að gera. Ég nefndi það á síðasta ári að við værum að leita að stöðugleika með okkar unga lið og mér finnst við vera á góðri leið með það. Við áttum leikjahrinu á þessu ári þar sem við vorum taplausir í sex leikjum og það voru allt leikir í FIFA-gluggum. Það er kominn stöðugleiki með það hvaða leikmenn við erum með í hópnum og líka í okkar leik,“ segir Arnar. „Við erum erum að vinna markvisst að því að búa til lið, skapa liðsheild, og erum komnir með góðan kjarna leikmanna og það er auðvitað frábært að geta svo byggt ofan á það með því að fá reynslumikla leikmenn inn í hópinn. Við fengum Aron Einar, Guðlaug Victor og Alfreð inn síðast. Núna geta Guðlaugur Victor og Alfreð ekki verið með vegna meiðsla, en í staðinn fáum við Sverri Inga og Jóhann Berg inn, báðir auðvitað mjög reynslumiklir leikmenn með mikil gæði. Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu móti setjum stefnuna á að vinna það,“ segir Arnar á vef KSÍ. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Arnar er með íslenska landsliðið í Suður-Kóreu eftir 1-0 tapið gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn, en Ísland mætir Suður-Kóreu á föstudaginn. Liðið í þeim leikjum er að stórum hluta skipað leikmönnum úr Bestu deildinni. Leikirnir í Baltic Cup eru hins vegar á FIFA-leikdögum svo að Arnar gat valið þá leikmenn sem hann vildi, og eru Sverrir og Jóhann með að þessu sinni. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason gátu hins vegar ekki gefið kost á sér vegna meiðsla, að sögn Arnars. Jóhann, sem leikið hefur 81 A-landsleik, lék síðast fyrir landsliðið í september í fyrra, í 4-0 tapinu gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Hann hefur leikið fjórtán deildarleiki með Burnley í haust en liðið er á toppi ensku B-deildarinnar. Fyrstu landsleikir Sverris síðan í mars 2021 Sverrir, miðvörður PAOK í Grikklandi, hefur ekki verið með landsliðinu síðan í mars 2021, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar sem jafnframt voru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars. Sverrir á að baki 39 A-landsleiki. Hálft annað ár er síðan að Sverrir Ingi Ingason lék síðast með íslenska landsliðinu.Getty Í Baltic Cup leika auk Íslands lið Eistlands, Lettlands og Litháens. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember og svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember. Hér að neðan má sjá landsliðshópinn. Landsliðshópurinn: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk Kant- og sóknarmenn: Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk „Mikill heiður fyrir okkur að fá boð“ Arnar landsliðsþjálfari segir á vef KSÍ að stefnan sé sett á sigur á Baltic Cup. „Mér líst mjög vel á þetta Baltic Cup verkefni, frábært að fá mótsleiki í stað vináttuleikja. Eins og við vitum þá breytir það alltaf leikjunum ef það er að einhverju að keppa. Mér skilst að þetta sé mót sem var fyrst haldið fyrir hátt í hundrað árum og það er bara mikill heiður fyrir okkur að fá boð frá þessum vinaþjóðum okkar um þátttöku sem gestalið. Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni en fyrst það tókst ekki þá var mikilvægt að ná öðru sætinu upp á framhaldið að gera. Ég nefndi það á síðasta ári að við værum að leita að stöðugleika með okkar unga lið og mér finnst við vera á góðri leið með það. Við áttum leikjahrinu á þessu ári þar sem við vorum taplausir í sex leikjum og það voru allt leikir í FIFA-gluggum. Það er kominn stöðugleiki með það hvaða leikmenn við erum með í hópnum og líka í okkar leik,“ segir Arnar. „Við erum erum að vinna markvisst að því að búa til lið, skapa liðsheild, og erum komnir með góðan kjarna leikmanna og það er auðvitað frábært að geta svo byggt ofan á það með því að fá reynslumikla leikmenn inn í hópinn. Við fengum Aron Einar, Guðlaug Victor og Alfreð inn síðast. Núna geta Guðlaugur Victor og Alfreð ekki verið með vegna meiðsla, en í staðinn fáum við Sverri Inga og Jóhann Berg inn, báðir auðvitað mjög reynslumiklir leikmenn með mikil gæði. Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu móti setjum stefnuna á að vinna það,“ segir Arnar á vef KSÍ.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira