Sex þúsund argentínskir fótboltaáhugamenn á bannlista á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 23:30 Argentínskur stuðningsmaður. Getty/Marcelo Endelli Argentínumenn ætla að passa upp á það að argentínskar fótboltabullur verði hvergi sjáanlegar þegar heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar. Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira