Banna gönguferðir upp Kirkjufell Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2022 09:38 Frá og með deginum í dag verður bannað að ganga upp Kirkjufell. Bannið gildir til 15. júní á næsta ári. Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. Um miðjan október varð banaslys á Kirkjufelli við Grundarfjörð er ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Aðstæður þar voru ekki góðar en á veturna eru hlíðar fjallsins blautar og sleipar. Á laugardaginn funduðu landeigendur með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og Ferðamálastofu um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hafa orðið við göngu upp á fjallið. Í tilkynningu frá landeigendunum segir að fundarmenn hafi verið sammála um að í forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila. Því var ákveðið að banna alla uppgöngu á Kirkjufell. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar,“ segir í tilkynningunni. Bannið gildir frá og með deginum í dag og til 15. júní á næsta ári. Þá er varptíma í fjallinu lokið. Fljótlega verða sett skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss. „Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna frá landeigendum Kirkjufells við Grundarfjörð í heild sinni. Laugardaginn 5. nóvember sl. funduðu eigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og frá Ferðamálastofu, um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráðstafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell. Fundarmenn voru sammála um að í algerum forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila, bæði til skemmri og lengri tíma. Tíð slys og dauðsföll ferðafólks, sem lagt hefur leið sína á Kirkjufell, kalla á enn frekari öryggisráðstafanir. Gróður í fjallinu er einnig viðkvæmur og hefur látið mikið á sjá vegna átroðnings, sem aftur dregur enn frekar úr öryggi fólks á svæðinu. Mikil slysahætta skapast á fjallinu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróðurhulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar. Þó að varúðarskilti sem stendur við rætur Kirkjufells gefi skýrar leiðbeiningar um hvernig fólk skuli vera útbúið ef það hyggur á göngu á fjallið og við hvaða aðstæður sé ekki ráðlegt að leggja í göngu hefur ítrekað borið á því að eftir þeim leiðbeiningum sé ekki farið. Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar. Aðstæður viðbragðsaðila sem kallaðir eru til björgunar í Kirkjufelli eru ávallt erfiðar og hættulegar. Landeigendur vilja í lengstu lög forðast að björgunarfólk þurfi að leggja sjálft sig í lífshættu við að fara í erfið og krefjandi útköll á þeim tíma þegar aðstæður eru hvað varhugaverðastar. Með allt þetta í huga og til að freista þess að forða frekari slysum hafa landeigendur því ákveðið að banna uppgöngu á Kirkjufell frá og með deginum í dag og þar til varptíma í fjallinu er lokið þann 15. júní 2023. Þessu til staðfestingar verða fljótlega sett upp skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss, auk þess sem upplýsingum um þetta verður komið á framfæri með viðeigandi hætti. Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd. Landeigendur biðla til allra sem koma að ferðamálum og upplýsingagjöf að áminna ferðafólk um að ganga ekki á Kirkjufell yfir vetrartímann. Er þetta gert með öryggi allra í huga. Við biðjum alla að virða þessa lokun og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu! Grundarfirði, 8. nóvember 2022 Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Um miðjan október varð banaslys á Kirkjufelli við Grundarfjörð er ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Aðstæður þar voru ekki góðar en á veturna eru hlíðar fjallsins blautar og sleipar. Á laugardaginn funduðu landeigendur með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og Ferðamálastofu um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hafa orðið við göngu upp á fjallið. Í tilkynningu frá landeigendunum segir að fundarmenn hafi verið sammála um að í forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila. Því var ákveðið að banna alla uppgöngu á Kirkjufell. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar,“ segir í tilkynningunni. Bannið gildir frá og með deginum í dag og til 15. júní á næsta ári. Þá er varptíma í fjallinu lokið. Fljótlega verða sett skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss. „Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna frá landeigendum Kirkjufells við Grundarfjörð í heild sinni. Laugardaginn 5. nóvember sl. funduðu eigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og frá Ferðamálastofu, um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráðstafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell. Fundarmenn voru sammála um að í algerum forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila, bæði til skemmri og lengri tíma. Tíð slys og dauðsföll ferðafólks, sem lagt hefur leið sína á Kirkjufell, kalla á enn frekari öryggisráðstafanir. Gróður í fjallinu er einnig viðkvæmur og hefur látið mikið á sjá vegna átroðnings, sem aftur dregur enn frekar úr öryggi fólks á svæðinu. Mikil slysahætta skapast á fjallinu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróðurhulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar. Þó að varúðarskilti sem stendur við rætur Kirkjufells gefi skýrar leiðbeiningar um hvernig fólk skuli vera útbúið ef það hyggur á göngu á fjallið og við hvaða aðstæður sé ekki ráðlegt að leggja í göngu hefur ítrekað borið á því að eftir þeim leiðbeiningum sé ekki farið. Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar. Aðstæður viðbragðsaðila sem kallaðir eru til björgunar í Kirkjufelli eru ávallt erfiðar og hættulegar. Landeigendur vilja í lengstu lög forðast að björgunarfólk þurfi að leggja sjálft sig í lífshættu við að fara í erfið og krefjandi útköll á þeim tíma þegar aðstæður eru hvað varhugaverðastar. Með allt þetta í huga og til að freista þess að forða frekari slysum hafa landeigendur því ákveðið að banna uppgöngu á Kirkjufell frá og með deginum í dag og þar til varptíma í fjallinu er lokið þann 15. júní 2023. Þessu til staðfestingar verða fljótlega sett upp skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss, auk þess sem upplýsingum um þetta verður komið á framfæri með viðeigandi hætti. Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd. Landeigendur biðla til allra sem koma að ferðamálum og upplýsingagjöf að áminna ferðafólk um að ganga ekki á Kirkjufell yfir vetrartímann. Er þetta gert með öryggi allra í huga. Við biðjum alla að virða þessa lokun og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu! Grundarfirði, 8. nóvember 2022 Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands
Laugardaginn 5. nóvember sl. funduðu eigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og frá Ferðamálastofu, um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráðstafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell. Fundarmenn voru sammála um að í algerum forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila, bæði til skemmri og lengri tíma. Tíð slys og dauðsföll ferðafólks, sem lagt hefur leið sína á Kirkjufell, kalla á enn frekari öryggisráðstafanir. Gróður í fjallinu er einnig viðkvæmur og hefur látið mikið á sjá vegna átroðnings, sem aftur dregur enn frekar úr öryggi fólks á svæðinu. Mikil slysahætta skapast á fjallinu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróðurhulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar. Þó að varúðarskilti sem stendur við rætur Kirkjufells gefi skýrar leiðbeiningar um hvernig fólk skuli vera útbúið ef það hyggur á göngu á fjallið og við hvaða aðstæður sé ekki ráðlegt að leggja í göngu hefur ítrekað borið á því að eftir þeim leiðbeiningum sé ekki farið. Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar. Aðstæður viðbragðsaðila sem kallaðir eru til björgunar í Kirkjufelli eru ávallt erfiðar og hættulegar. Landeigendur vilja í lengstu lög forðast að björgunarfólk þurfi að leggja sjálft sig í lífshættu við að fara í erfið og krefjandi útköll á þeim tíma þegar aðstæður eru hvað varhugaverðastar. Með allt þetta í huga og til að freista þess að forða frekari slysum hafa landeigendur því ákveðið að banna uppgöngu á Kirkjufell frá og með deginum í dag og þar til varptíma í fjallinu er lokið þann 15. júní 2023. Þessu til staðfestingar verða fljótlega sett upp skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss, auk þess sem upplýsingum um þetta verður komið á framfæri með viðeigandi hætti. Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd. Landeigendur biðla til allra sem koma að ferðamálum og upplýsingagjöf að áminna ferðafólk um að ganga ekki á Kirkjufell yfir vetrartímann. Er þetta gert með öryggi allra í huga. Við biðjum alla að virða þessa lokun og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu! Grundarfirði, 8. nóvember 2022 Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15