Umfjöllun: Valur - Selfoss 38-33 | Fagmannleg frammistaða hjá meisturunum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. nóvember 2022 21:00 Valur hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur mætti Selfyssingum að Hlíðarenda í kvöld í 8. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með þægilegum sigri heimamanna í Val. Lokatölur 38-33 í leik sem Valur leiddi frá upphafi til enda. Selfoss kom inn í leikinn án taps í síðustu fjórum leikjum liðsins, þar af voru þrír sigrar. Valsmenn höfðu hins vegar ekki leikið í Olís-deildinni í rúmar tvær vikur, þar sem liðið hefur verið upptekið í Evrópudeildinni og sýnt frábæra takta þar með tveimur sigrum gegn Ferencváros og Benidorm. Valur hóf leikinn af miklum krafti, eins og þeim er líkt. Leikmenn Selfossar klikkuðu hins vegar á fjórum af fyrstu sex skotum sínum í leiknum. Staðan eftir um sex mínútur 5-2 heimamönnum í vil. Valur bætti enn meira í sem endaði með að Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé á 13. mínútu í stöðunni 10-5, Val í vil. Á um sex mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins bitu Selfyssingar frá sér, en þá minnkuðu þeir muninn úr sjö mörkum niður í þrjú mörk. Staðan 19-16 fyrir heimamönnum. Þá tók Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, til sinna ráða og skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins með gæðamiklum hreyfingum á parketinu. Staðan í hálfleik 21-16 heimamönnum í vil í hröðum handboltaleik. Selfyssingar skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og minnkuðu forystu Vals niður í tvö mörk. Leikmenn Vals voru þó fljótir að koma sér aftur í betri forystu og voru með tögl og haldir á leiknum þrátt fyrir áhlaup Selfyssinga. Valur spilaði síðari hálfleikinn mjög fagmannlega og komu sér í fimm marka forystu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Sú forysta sveiflaðist lítillega það sem eftir lifði leiks og endaði leikurinn með fimm marka sigri Vals, 38-33. Af hverju vann Valur? Líkt og svo oft áður spiluðu Valsarar leikinn á ógnarhraða megnið af leiknum sem Selfoss, líkt og önnur lið, réð illa við. Valur var í forystu allan leikinn og stýrðu öllu því sem fram fór á parketinu frá A til Ö. Hverjir stóðu upp úr? Sex leikmenn í liði Vals skoruðu fjögur eða fleiri mörk og var frammistaða leikmanna liðsins heilt yfir mjög áþekk. Elvar Elí Hallgrímsson, línumaður Selfoss, var með hundrað prósent nýtingu úr sínum fimm skotum í leiknum og átti góðan leik. Markvörður Selfyssinga, Jón Þórarinn Þorsteinsson, var þó þeirra besti maður en liðið má þakka honum fyrir að munurinn hafi ekki verið meiri að lokum. Jón Þórarinn varði 13 skot, mörg hver úr dauðafærum, sem skilaði sér í 36 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk illa á köflum í leiknum að ráða við þann hraða sem Valur spilaði á. Það skilaði sér í tæknifeilum og illa ígrunduðum ákvörðunum sem margar hverjar enduðu með marki í bakið. Hvað gerist næst? Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:30. Sólarhring síðar fara Valsmenn á Ásvelli og leika við Hauka. Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Erfitt að vinna þegar maður er að fá á sig 38 mörk Þjálfari Selfyssinga.Selfoss Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var ekki sáttur með það forskot sem Valsmenn voru fljótir að ná sér í leiknum. Það reyndist Selfyssingum þrautin þyngri að ná að koma sér inn í leikinn í kvöld. „Við vissulega hefðum ekki viljað missa þá fram úr okkur svona snemma og ætluðum að halda þessu í leik lengur og það var svona fyrsta korterið var, eins og ég segi, grófum okkur aðeins niður og náðum ekki nógu miklu comebacki til að ná í stig í dag. Þetta var svolítið erfiður leikur til að vera elta allan tímann.“ Þórir segir að meiri heppni og skynsemi hafi þurft til að fá eitthvað út úr leiknum í dag. „Það kannski einhverja smá heppni eða skynsemi. Við erum að kasta frá okkur boltum og erum stundum óskynsamir í skotum. Svo voru menn bara lúnir og þreyttir og búnir að vera elta og hlaupa og þetta tekur orku. Þannig að þetta var vissulega erfitt,“ segir Þórir. Þórir Ólafsson var þó ánægður með sóknarleikinn. „Við erum að skora hérna 33 mörk á gott lið Vals. Ég var svo sem ánægður með sóknarleikinn en erfitt að vinna þegar maður er að fá á sig 38 mörk,“ segir Þórir að lokum. Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Handbolti
Valur mætti Selfyssingum að Hlíðarenda í kvöld í 8. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með þægilegum sigri heimamanna í Val. Lokatölur 38-33 í leik sem Valur leiddi frá upphafi til enda. Selfoss kom inn í leikinn án taps í síðustu fjórum leikjum liðsins, þar af voru þrír sigrar. Valsmenn höfðu hins vegar ekki leikið í Olís-deildinni í rúmar tvær vikur, þar sem liðið hefur verið upptekið í Evrópudeildinni og sýnt frábæra takta þar með tveimur sigrum gegn Ferencváros og Benidorm. Valur hóf leikinn af miklum krafti, eins og þeim er líkt. Leikmenn Selfossar klikkuðu hins vegar á fjórum af fyrstu sex skotum sínum í leiknum. Staðan eftir um sex mínútur 5-2 heimamönnum í vil. Valur bætti enn meira í sem endaði með að Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé á 13. mínútu í stöðunni 10-5, Val í vil. Á um sex mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins bitu Selfyssingar frá sér, en þá minnkuðu þeir muninn úr sjö mörkum niður í þrjú mörk. Staðan 19-16 fyrir heimamönnum. Þá tók Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, til sinna ráða og skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins með gæðamiklum hreyfingum á parketinu. Staðan í hálfleik 21-16 heimamönnum í vil í hröðum handboltaleik. Selfyssingar skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og minnkuðu forystu Vals niður í tvö mörk. Leikmenn Vals voru þó fljótir að koma sér aftur í betri forystu og voru með tögl og haldir á leiknum þrátt fyrir áhlaup Selfyssinga. Valur spilaði síðari hálfleikinn mjög fagmannlega og komu sér í fimm marka forystu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Sú forysta sveiflaðist lítillega það sem eftir lifði leiks og endaði leikurinn með fimm marka sigri Vals, 38-33. Af hverju vann Valur? Líkt og svo oft áður spiluðu Valsarar leikinn á ógnarhraða megnið af leiknum sem Selfoss, líkt og önnur lið, réð illa við. Valur var í forystu allan leikinn og stýrðu öllu því sem fram fór á parketinu frá A til Ö. Hverjir stóðu upp úr? Sex leikmenn í liði Vals skoruðu fjögur eða fleiri mörk og var frammistaða leikmanna liðsins heilt yfir mjög áþekk. Elvar Elí Hallgrímsson, línumaður Selfoss, var með hundrað prósent nýtingu úr sínum fimm skotum í leiknum og átti góðan leik. Markvörður Selfyssinga, Jón Þórarinn Þorsteinsson, var þó þeirra besti maður en liðið má þakka honum fyrir að munurinn hafi ekki verið meiri að lokum. Jón Þórarinn varði 13 skot, mörg hver úr dauðafærum, sem skilaði sér í 36 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk illa á köflum í leiknum að ráða við þann hraða sem Valur spilaði á. Það skilaði sér í tæknifeilum og illa ígrunduðum ákvörðunum sem margar hverjar enduðu með marki í bakið. Hvað gerist næst? Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:30. Sólarhring síðar fara Valsmenn á Ásvelli og leika við Hauka. Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Erfitt að vinna þegar maður er að fá á sig 38 mörk Þjálfari Selfyssinga.Selfoss Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var ekki sáttur með það forskot sem Valsmenn voru fljótir að ná sér í leiknum. Það reyndist Selfyssingum þrautin þyngri að ná að koma sér inn í leikinn í kvöld. „Við vissulega hefðum ekki viljað missa þá fram úr okkur svona snemma og ætluðum að halda þessu í leik lengur og það var svona fyrsta korterið var, eins og ég segi, grófum okkur aðeins niður og náðum ekki nógu miklu comebacki til að ná í stig í dag. Þetta var svolítið erfiður leikur til að vera elta allan tímann.“ Þórir segir að meiri heppni og skynsemi hafi þurft til að fá eitthvað út úr leiknum í dag. „Það kannski einhverja smá heppni eða skynsemi. Við erum að kasta frá okkur boltum og erum stundum óskynsamir í skotum. Svo voru menn bara lúnir og þreyttir og búnir að vera elta og hlaupa og þetta tekur orku. Þannig að þetta var vissulega erfitt,“ segir Þórir. Þórir Ólafsson var þó ánægður með sóknarleikinn. „Við erum að skora hérna 33 mörk á gott lið Vals. Ég var svo sem ánægður með sóknarleikinn en erfitt að vinna þegar maður er að fá á sig 38 mörk,“ segir Þórir að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti