71 árs húsgagnamógull vann ellefu milljarða á sigri Houston Astros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 17:01 Jim „Mattress Mack“ McIngvale með miðann sem sýnir stærsta veðmál hans á lið Houston Astros. AP Photo/Wayne Parry Houston Astros var um helgina bandarískur meistari í hafnabolta eða urðu öllu heldur heimsmeistarar í hafnabolta eins og Bandaríkjamenn kalla titilinn sinn. Það var þó maður ótengdur félaginu sem fagnaði sigrinum kannski meira en flestir aðrir. Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð. Hafnabolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð.
Hafnabolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira