Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 08:14 Mikill viðbúnaður var þegar lögregla handtók fimmtán hælisleitendur og flutti úr landi til Grikklands í síðustu viku. Aðsend Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31