Napoli búið að vinna níu leiki í röð | Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi fyrir AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 22:00 Napoli eru óstöðvandi heima fyrir. DeFodi Images/Getty Images Napoli vann góðan 2-1 sigur á Atalanta í toppslag Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í fótbolta í kvöld. Napoli hefur nú unnið níu leiki í röð. Mikael Egill Ellertsson spilaði 20 mínútur þegar Spezia tapaði naumlega 2-1 fyrir AC Milan á San Siro. Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira