Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas Einar Kárason skrifar 6. nóvember 2022 15:45 Sveinn José Rivera skoraði sex mörk í dag. ÍBV ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20. Leikur dagsins var leikur kattarins að músinni. Gestirnir frá Úkraínu skoruðu reyndar fyrsta mark leiksins en það var eins gott og það varð. Staðan eftir tíu mínútur var 7-2 og eftir tuttugu mínútur var staðan 15-2. Úrslitin ráðin. Donbas skoraði ekki mark frá áttundu mínútu til þeirrar tuttugustu og fyrstu. Eyjamenn skoruðu hinsvegar tíu mörk á þeim kafla. Það lifnaði aðeins yfir gestunum á lokakafla hálfleiksins þegar ÍBV hafði hreyft vel við hópnum en staðan í hálfleik var 22-7. Fimmtán marka munur eftir þrjátíu mínútna leik. Aftur var það Donbas sem skoraði fyrsta mark hálfleiksins en áfram héldu heimamenn að keyra yfir gestina og skoruðu sex mörk í röð. ÍBV gat skipt ungum og reynsluminni mönnum inn í síðari hálfleik og á sama tíma hvíld þessa eldri fyrir komandi verkefni. Ungu mennirnir stóðu sig af mikilli prýði en í heildina voru tólf markaskorarar hjá ÍBV í dag, ásamt því að markverðirnir tveir gátu skipt á sig hálfleikjum. Til að gera langa sögu stutta héldu heimamenn áfram að auka forskot sitt þar til sextíu mínútur voru liðnar og lokatölur 45-20. Tuttugu og fimm marka sigur, samtals þrjátíu og þriggja marka forskot eftir þessa tvo leiki. ÍBV því komið í þriðju umferð EHF European Cup. Af hverju vann ÍBV? Eftir leikinn í gær var leikur dagsins einungis formsatriði. Eyjamenn sýndu þó enga miskun og fóru með þennan leik eins og um úrslitaleik væri að ræða en náðu í leiðinni að gefa öllum hópnum mínútur og yngri og óreyndari leikmenn fengu að sýna sig. Hverjir stóðu upp úr? Markaskorun Eyjamanna dreifðist vel í dag en þeir Svanur Páll Ísfeld Vilhjálmsson, Sveinn Jose Rivera, Gabríel Martinez Róbertsson og Arnór Viðarsson skoruðu allir sex mörk. Petar Jokanovic stóð vaktina í marki ÍBV í fyrri hálfleik og varði tíu bolta en Jóhannes Esra Ingólfsson sá um síðari hálfleikinn og tók hann sjö bolta. Hvað gekk illa? Donbas menn voru greinilega þreyttir og urðu snemma varir við það að þeir ættu lítinn sem engan möguleika á sigri hér í dag. Liðið er í litlu sem engu leikformi og dró verulega af þeim snemma leiks. Hvað gerist næst? ÍBV er komið áfram í þriðju umferð EHF Evrópubikarkeppninni en Donbas úr leik. Handbolti ÍBV EHF-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Donbas - ÍBV 28-36 | Eyjamenn með annan fótinn í næstu umferð ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun. 5. nóvember 2022 15:30
ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20. Leikur dagsins var leikur kattarins að músinni. Gestirnir frá Úkraínu skoruðu reyndar fyrsta mark leiksins en það var eins gott og það varð. Staðan eftir tíu mínútur var 7-2 og eftir tuttugu mínútur var staðan 15-2. Úrslitin ráðin. Donbas skoraði ekki mark frá áttundu mínútu til þeirrar tuttugustu og fyrstu. Eyjamenn skoruðu hinsvegar tíu mörk á þeim kafla. Það lifnaði aðeins yfir gestunum á lokakafla hálfleiksins þegar ÍBV hafði hreyft vel við hópnum en staðan í hálfleik var 22-7. Fimmtán marka munur eftir þrjátíu mínútna leik. Aftur var það Donbas sem skoraði fyrsta mark hálfleiksins en áfram héldu heimamenn að keyra yfir gestina og skoruðu sex mörk í röð. ÍBV gat skipt ungum og reynsluminni mönnum inn í síðari hálfleik og á sama tíma hvíld þessa eldri fyrir komandi verkefni. Ungu mennirnir stóðu sig af mikilli prýði en í heildina voru tólf markaskorarar hjá ÍBV í dag, ásamt því að markverðirnir tveir gátu skipt á sig hálfleikjum. Til að gera langa sögu stutta héldu heimamenn áfram að auka forskot sitt þar til sextíu mínútur voru liðnar og lokatölur 45-20. Tuttugu og fimm marka sigur, samtals þrjátíu og þriggja marka forskot eftir þessa tvo leiki. ÍBV því komið í þriðju umferð EHF European Cup. Af hverju vann ÍBV? Eftir leikinn í gær var leikur dagsins einungis formsatriði. Eyjamenn sýndu þó enga miskun og fóru með þennan leik eins og um úrslitaleik væri að ræða en náðu í leiðinni að gefa öllum hópnum mínútur og yngri og óreyndari leikmenn fengu að sýna sig. Hverjir stóðu upp úr? Markaskorun Eyjamanna dreifðist vel í dag en þeir Svanur Páll Ísfeld Vilhjálmsson, Sveinn Jose Rivera, Gabríel Martinez Róbertsson og Arnór Viðarsson skoruðu allir sex mörk. Petar Jokanovic stóð vaktina í marki ÍBV í fyrri hálfleik og varði tíu bolta en Jóhannes Esra Ingólfsson sá um síðari hálfleikinn og tók hann sjö bolta. Hvað gekk illa? Donbas menn voru greinilega þreyttir og urðu snemma varir við það að þeir ættu lítinn sem engan möguleika á sigri hér í dag. Liðið er í litlu sem engu leikformi og dró verulega af þeim snemma leiks. Hvað gerist næst? ÍBV er komið áfram í þriðju umferð EHF Evrópubikarkeppninni en Donbas úr leik.
Handbolti ÍBV EHF-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Donbas - ÍBV 28-36 | Eyjamenn með annan fótinn í næstu umferð ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun. 5. nóvember 2022 15:30
Umfjöllun: Donbas - ÍBV 28-36 | Eyjamenn með annan fótinn í næstu umferð ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun. 5. nóvember 2022 15:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti