Noregur hefur titilvörnina á sigri Valur Páll Eiríksson skrifar 4. nóvember 2022 21:00 Þórir Hergeirsson er þjálfari Noregs sem hóf mótið á sigri. EPA/Domenech Castello Keppni hófst á Evrópumóti kvenna í handbolta í dag. Mótið fer fram í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu en leikið var í A- og B-riðli í fyrst nefnda landinu í kvöld. Í fyrri leik dagsins í A-riðli kom Ungverjaland til baka gegn Sviss í Ljúblíana. Þær svissnesku leiddu 14-12 eftir jafnan fyrri hálfleik en fátt fékk liðin aðskilin í upphafi síðari hálfleiks. Í stöðunni 24-24 skildu leiðir er Ungverjar skoruðu þrjú mörk í röð til að komast 27-24 yfir. Ekki var aftur snúið og þær ungversku unnu fimm marka sigur 33-28. Katrin Klujber frá Ungverjalandi var markahæst með níu mörk. Nora Mørk defying normality once again #ehfeuro2022 | #playwithheart | @NORhandball pic.twitter.com/QbIPY7Sh8U— EHF EURO (@EHFEURO) November 4, 2022 Í þeim síðari unnu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, bronslið síðasta Evrópumóts Króata. Noregur var yfir lengst af í fyrri hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu en munurinn var tvö mörk í hálfleik, 16-14. Forskotið lét liðið aldrei af hendi og bætti við þegar leið á. Noregur vann að endingu níu marka sigur, 32-23. Nora Mörk var markahæst á vellinum með átta mörk en leikstjórnandinn Henny Reistad skoraði sjö. Tap hjá Dönum en Svíar unnu Danmörk er bronslið af HM í fyrra en tapaði fyrir gestgjöfum Slóveníu í fyrri leik dagsins í B-riðli í Celje. Mjótt var á munum og þar sem aldrei munaði meira en tveimur mörkum, en bæði lið náðu þeirri forystu í hálfleiknum. Þegar hálfleiksflautið gall leiddi Danmörk 15-14. Danmörk var skrefi á undan í upphafi jafns síðari hálfleiks þar sem þær dönsku komust jafnan yfir á milli þess sem Slóvenar jöfnuðu. Á lokakaflanum seig Slóvenía fram úr þeim dönsku og vann tveggja marka sigur 28-26. Hin slóvenska Ana Gros var markahæst á vellinum með átta mörk en Trine Östergaard Jensen skoraði sjö fyrir Dani. " " ... Wait for it! #ehfeuro2022 #playwithheart @rssrbije pic.twitter.com/YUXtwdrQ17— EHF EURO (@EHFEURO) November 4, 2022 Grannar Dana frá Svíþjóð unnu sannfærandi sigur á Serbíu í síðari leiknum. Svíar voru með 14-9 forystu í hléi og unnu að endingu sex marka sigur, 27-21. Hægri hornamaðurinn Nathalie Hagman var markahæst með níu mörk. EM kvenna í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Í fyrri leik dagsins í A-riðli kom Ungverjaland til baka gegn Sviss í Ljúblíana. Þær svissnesku leiddu 14-12 eftir jafnan fyrri hálfleik en fátt fékk liðin aðskilin í upphafi síðari hálfleiks. Í stöðunni 24-24 skildu leiðir er Ungverjar skoruðu þrjú mörk í röð til að komast 27-24 yfir. Ekki var aftur snúið og þær ungversku unnu fimm marka sigur 33-28. Katrin Klujber frá Ungverjalandi var markahæst með níu mörk. Nora Mørk defying normality once again #ehfeuro2022 | #playwithheart | @NORhandball pic.twitter.com/QbIPY7Sh8U— EHF EURO (@EHFEURO) November 4, 2022 Í þeim síðari unnu ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, bronslið síðasta Evrópumóts Króata. Noregur var yfir lengst af í fyrri hálfleik og náði mest fjögurra marka forystu en munurinn var tvö mörk í hálfleik, 16-14. Forskotið lét liðið aldrei af hendi og bætti við þegar leið á. Noregur vann að endingu níu marka sigur, 32-23. Nora Mörk var markahæst á vellinum með átta mörk en leikstjórnandinn Henny Reistad skoraði sjö. Tap hjá Dönum en Svíar unnu Danmörk er bronslið af HM í fyrra en tapaði fyrir gestgjöfum Slóveníu í fyrri leik dagsins í B-riðli í Celje. Mjótt var á munum og þar sem aldrei munaði meira en tveimur mörkum, en bæði lið náðu þeirri forystu í hálfleiknum. Þegar hálfleiksflautið gall leiddi Danmörk 15-14. Danmörk var skrefi á undan í upphafi jafns síðari hálfleiks þar sem þær dönsku komust jafnan yfir á milli þess sem Slóvenar jöfnuðu. Á lokakaflanum seig Slóvenía fram úr þeim dönsku og vann tveggja marka sigur 28-26. Hin slóvenska Ana Gros var markahæst á vellinum með átta mörk en Trine Östergaard Jensen skoraði sjö fyrir Dani. " " ... Wait for it! #ehfeuro2022 #playwithheart @rssrbije pic.twitter.com/YUXtwdrQ17— EHF EURO (@EHFEURO) November 4, 2022 Grannar Dana frá Svíþjóð unnu sannfærandi sigur á Serbíu í síðari leiknum. Svíar voru með 14-9 forystu í hléi og unnu að endingu sex marka sigur, 27-21. Hægri hornamaðurinn Nathalie Hagman var markahæst með níu mörk.
EM kvenna í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira