Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni flóttafólksins sem vísað var úr landi á dögunum og áform borgarinnar um íbúðauppbyggingu á næstu misserum.

Ríkisstjórnin kom saman á fundi í morgun og að honum loknum voru ráðherrar spurðir út í flóttamannamálið sem vakið hefur hörð viðbrögð í samfélaginu. Til svara voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 

Jón var einnig spurður út í mál föður Ríkislögreglustjóra sem sakaður hefur verið um að selja frá sér ólögleg skotvopn og að hafa í sinni vörslu fjölda óskráðra skotvopna af ýmsu tagi. 

Þá heyrum við í Degi B. Eggertssyni sem segir að ekki muni standa á borginni að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á næstunni.

Að auki er rætt við framkvæmdastjóra Rithöfundasambands Íslands um streymisveitur á bókmenntasviðinu og möguleika rithöfunda til tekjuöflunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×