Sigmundur efast stórlega um sannleiksgildi frétta af gröfum barna í Kanada Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 18:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur fréttir af fjölda ómerktra grafa kanadískra barna sem fundust í maí 2021, vera falsfréttir. Um er að ræða grafir við heimavistarskólann Kamloops Indian Residential School í British Columbia. Talið er að allt að 215 börn frumbyggja hvíli í þessum ómerktu gröfum. Málið vakti mikla athygli og reiði á síðasta ári þegar grafirnar fundust. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig meðal annars fram og sagðist harmi sleginn vegna fréttanna. Þær væru sársaukafull áminning um skammarlega fortíð landsins. Á 19. öld og hluta 20. aldar var börnum af frumbyggjaættum skylt að sækja heimavistarskóla með það að markmiði að aðlaga þau kanadísku samfélagi. Var þeim bannað að nota eigið tungumál og rækja sína eigin menningu og siði. Talið er að rúmlega 150 þúsund börn hafi sótt nám við Kamloops skólann og leiddi rannsókn sem kanadísk stjórnvöld stóðu fyrir árið 2008 í ljós að mikill fjöldi þeirra hafi aldrei snúið aftur heim eftir dvölina. Ekkert á bak við þetta Sigmundur Davíð efast stórlega um sannleiksgildi málsins en hann ræddi það í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. „Nú er rannsókn á þessu máli búin að standa yfir í meira en ár og vitið þið hversu margar grafir hafa fundist, líkamsleifar margra barna? Núll! Líklega voru þetta misfellur í jarðlögum sem urðu til þess að þessi frétt varð til. Það var sagt frá þessu í öllum helstu miðlum heims. Kirkjur brenndar, styttur af þjóðhöfðingjum eyðilagðar. Það var ekkert á bak við þetta,“ sagði Sigmundur í Bítinu. Að neðan má hlusta á viðtalið við Sigmund Davíð í Bítinu. Mikið áhyggjuefni Sigmundur segist í samtali við fréttastofu ekki telja að málið hafi viljandi verið sett fram sem rangfærslur. En það hversu auðveldlega það varð að stórfrétt, mögulega án þess að forsendur væru til staðar ætti að vekja okkur til umhugsunar. „Það virðist vera að enn sem komið er hafi ekki fundist eitt einasta lík eða líkamsleifar. Það er auðvitað stórmerkilegt miðað við hvað þessar fréttir höfðu mikil áhrif á sínum tíma. Ég er mikill áhugamaður um fjölmiðla, ekki síður en um pólítík. Þetta mál vekur upp spurningar varðandi það hversu fréttir geta orðið stórar á meðan óljóst er hvað sé til í þeim, en þegar sannleikurinn kemur í ljós fer minna fyrir umfjöllunum. Þetta er að mínu mati að hluta til afleiðing af því hvað alþjóðafréttir eru miðstýrðar. Tvö til þrjú stórfyrirtæki á alþjóðavettvangi halda utan um fréttamiðlun og fjölmiðlar um allan heim þurfa að reiða sig á upplýsingar frá þeim. Þetta er mikið áhyggjuefni.“ Blóm, skór og leikföng á tröppum við aðalinngang Mohawk Institute, fyrrum heimavistarskóla í Kanada. Minjagripirnir voru lagðir við skólann til að heiðra minningu þeirra 215 barna sem talin eru hvíla í ómerktum gröfum við Kamloops Indian Residential. Myndin er tekin í júní 2021.GettyImage Fortíðarfordómar alls staðar í heiminum Sigmundur telur að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn, mín núverandi stétt, og mín fyrrverandi stétt, blaðamenn, taki hlutum með ákveðnum fyrirvara og felli ekki dóma fyrr en allt liggur fyrir,“ segir hann. Mér finnst vera að aukast að bæði pólitíkusar og blaðamenn hrapi of fljótt að ályktunum, séu of fljótir að úrskurða um hvað sé rétt og hvað ekki, og reyni jafnvel að ýta undir málin ef þau falla að skilaboðum og orðræðu hvers tíðaranda. Mér finnst vera uppi ákveðnir fortíðarfordómar alls staðar í heiminum. Vilji til að ætla að fólk hafi viljandi gert slæma hluti í fortíðinni, of mikil löngun til að trúa því versta upp á fortíðina. Þetta held ég að sé afleiðing af því. Konan sem upphaflega stýrði þessari rannsókn var alls ekki jafn afdráttarlaus eins og síðar var gefið í skyn í fréttum. Hún var mjög varfærin í yfirlýsingum. Hugsanlega er þetta mál sem nú er komið upp afleiðing af þessum tíðaranda sem var og er nú ríkjandi, að finna allt að fortíðinni og gömlum stofnunum til foráttu.“ Fleiri á sömu skoðun Ljóst er að Sigmundur er ekki einn um þá skoðun að eitthvað gruggugt sé við málið. Í frétt New York Post frá því fyrr á þessu ári um málið sagðist Tom Flanagan, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Calgary, efast um fréttirnar og kallar þær í raun „stærstu falsfrétt í kanadískri sögu“. „Allt þetta tal um ómerktar grafir og týnd börn olli skelfingu í samfélaginu. Fólk fer að trúa hlutum sem enginn fótur er fyrir og það vindur upp á sig“, er haft eftir Flanagan. Kanada Bítið Miðflokkurinn Tengdar fréttir Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Málið vakti mikla athygli og reiði á síðasta ári þegar grafirnar fundust. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig meðal annars fram og sagðist harmi sleginn vegna fréttanna. Þær væru sársaukafull áminning um skammarlega fortíð landsins. Á 19. öld og hluta 20. aldar var börnum af frumbyggjaættum skylt að sækja heimavistarskóla með það að markmiði að aðlaga þau kanadísku samfélagi. Var þeim bannað að nota eigið tungumál og rækja sína eigin menningu og siði. Talið er að rúmlega 150 þúsund börn hafi sótt nám við Kamloops skólann og leiddi rannsókn sem kanadísk stjórnvöld stóðu fyrir árið 2008 í ljós að mikill fjöldi þeirra hafi aldrei snúið aftur heim eftir dvölina. Ekkert á bak við þetta Sigmundur Davíð efast stórlega um sannleiksgildi málsins en hann ræddi það í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. „Nú er rannsókn á þessu máli búin að standa yfir í meira en ár og vitið þið hversu margar grafir hafa fundist, líkamsleifar margra barna? Núll! Líklega voru þetta misfellur í jarðlögum sem urðu til þess að þessi frétt varð til. Það var sagt frá þessu í öllum helstu miðlum heims. Kirkjur brenndar, styttur af þjóðhöfðingjum eyðilagðar. Það var ekkert á bak við þetta,“ sagði Sigmundur í Bítinu. Að neðan má hlusta á viðtalið við Sigmund Davíð í Bítinu. Mikið áhyggjuefni Sigmundur segist í samtali við fréttastofu ekki telja að málið hafi viljandi verið sett fram sem rangfærslur. En það hversu auðveldlega það varð að stórfrétt, mögulega án þess að forsendur væru til staðar ætti að vekja okkur til umhugsunar. „Það virðist vera að enn sem komið er hafi ekki fundist eitt einasta lík eða líkamsleifar. Það er auðvitað stórmerkilegt miðað við hvað þessar fréttir höfðu mikil áhrif á sínum tíma. Ég er mikill áhugamaður um fjölmiðla, ekki síður en um pólítík. Þetta mál vekur upp spurningar varðandi það hversu fréttir geta orðið stórar á meðan óljóst er hvað sé til í þeim, en þegar sannleikurinn kemur í ljós fer minna fyrir umfjöllunum. Þetta er að mínu mati að hluta til afleiðing af því hvað alþjóðafréttir eru miðstýrðar. Tvö til þrjú stórfyrirtæki á alþjóðavettvangi halda utan um fréttamiðlun og fjölmiðlar um allan heim þurfa að reiða sig á upplýsingar frá þeim. Þetta er mikið áhyggjuefni.“ Blóm, skór og leikföng á tröppum við aðalinngang Mohawk Institute, fyrrum heimavistarskóla í Kanada. Minjagripirnir voru lagðir við skólann til að heiðra minningu þeirra 215 barna sem talin eru hvíla í ómerktum gröfum við Kamloops Indian Residential. Myndin er tekin í júní 2021.GettyImage Fortíðarfordómar alls staðar í heiminum Sigmundur telur að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn, mín núverandi stétt, og mín fyrrverandi stétt, blaðamenn, taki hlutum með ákveðnum fyrirvara og felli ekki dóma fyrr en allt liggur fyrir,“ segir hann. Mér finnst vera að aukast að bæði pólitíkusar og blaðamenn hrapi of fljótt að ályktunum, séu of fljótir að úrskurða um hvað sé rétt og hvað ekki, og reyni jafnvel að ýta undir málin ef þau falla að skilaboðum og orðræðu hvers tíðaranda. Mér finnst vera uppi ákveðnir fortíðarfordómar alls staðar í heiminum. Vilji til að ætla að fólk hafi viljandi gert slæma hluti í fortíðinni, of mikil löngun til að trúa því versta upp á fortíðina. Þetta held ég að sé afleiðing af því. Konan sem upphaflega stýrði þessari rannsókn var alls ekki jafn afdráttarlaus eins og síðar var gefið í skyn í fréttum. Hún var mjög varfærin í yfirlýsingum. Hugsanlega er þetta mál sem nú er komið upp afleiðing af þessum tíðaranda sem var og er nú ríkjandi, að finna allt að fortíðinni og gömlum stofnunum til foráttu.“ Fleiri á sömu skoðun Ljóst er að Sigmundur er ekki einn um þá skoðun að eitthvað gruggugt sé við málið. Í frétt New York Post frá því fyrr á þessu ári um málið sagðist Tom Flanagan, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Calgary, efast um fréttirnar og kallar þær í raun „stærstu falsfrétt í kanadískri sögu“. „Allt þetta tal um ómerktar grafir og týnd börn olli skelfingu í samfélaginu. Fólk fer að trúa hlutum sem enginn fótur er fyrir og það vindur upp á sig“, er haft eftir Flanagan.
Kanada Bítið Miðflokkurinn Tengdar fréttir Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10
Fjöldagröf kanadískra barna fannst við skóla Fjöldagröf 215 kanadískra barna hefur fundist í Bresku Kólumbíu í Kanada. Er þar um að ræða börn af frumbyggjaættum sem sóttu heimavistarskóla. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 29. maí 2021 07:40