Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2022 20:00 Sigga Dögg kynfræðingur fer yfir niðurstöður úr síðustu könnun Makamála, Nota þú og maki þinn kynlífstæki saman. Getty „Þetta er eitt það fyrsta sem er mælt með í kynlífsráðgjöf þegar farið er í fjölbreytileika kynlífs, að krydda og brjóta upp rútínuna,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg í viðtali við Makamál. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þau notuðu kynlífstæki með maka sínum. Tæplega tvö þúsund manns svöruðu könnuninni. Samkvæmt niðurstöðunum segjast langflest nota kynlífstæki með maka sínum en nákvæmari niðurstöður má sjá hér fyrir neðan. Sigga Dögg segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart en enn séu þó mörg sem eigi erfitt með að ræða um væntingar og þarfir tengdar kynlífi í samböndum. Niðurstöður* Já, reglulega - 46% Já, stundum - 21% Já, sjaldan - 13% Nei, aldrei - 7% Nei, en langar - 7% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Umræðan nauðsynleg í samböndum Sigga Dögg hefur mikið fjallað um bæði sjálfsfróun og notkun kynlífstækja í gegnum árin en hún segir í raun ekki hægt að tala um eitt án þess að tala um annað. Fróun sé algengt form af kynlífi í langtímasamböndum, alveg óháð kyni og kynhneigð. Fróun og sjálfsfróun, fólk notar hugtökin á víxl, bæði að fróa sér sjálft með maka og svo að fróa maka. Sigga segir mjög áhugavert, þegar hún er með skjólstæðinga í ráðgjöf, hvaða græjur það á fyrir sjálft sig og hvað það vill svo deila með makanum. „Sumt er bara fyrir sjálfsfróun á meðan annað er í paraleik.“ Sigga segir það algengt að það sé ákveðið tabú að ræða um buttplug. Getty Sumir haldnir kynlífstækjaskömm Að hennar mati segir hún það nauðsynlegt að ræða kynlífstækjanotkun í ráðgjöf því þá komi yfirleitt margt upp úr krafsinu. Margir hafi sem dæmi svokallaða kynlífstækjaskömm. Hvernig lýsir það sér? Margir karlmenn fíla til dæmis buttplug en það getur verið mjög mikið tabú og þeir átt erfitt með að viðurkenna það, sérstaklega ef maki þeirra er kona. Er það þín upplifun að þeim langi að nota það með makanum en þori ekki að nefna það? „Það er allur gangur á því, sumt vill fólk fá að eiga út af fyrir sig í sjálfsfróun og það í sjálfu sér er allt í góðu lagi en það er samt áhugavert af hverju það vill ekki einu sinni segja maka frá því, hvaða ótti liggur þarna að baki? Oftast þegar við viljum ekki tala um eitthvað að þá er það einmitt eitthvað sem þarf að skoða, er mín reynsla.“ Hér fyrir neðan er hægt að nálgast umfjöllun Makamála um endaþarmsörvun. Dót og tæki en ekki hjálpartæki ástarlífsins Svo er það fólkið sem hún segir vera búið að uppgötva gleðina sem kynlífstæki geta veitt kynlífinu þeirra. „Það fólk á oft á tíðum ansi myndarlegan dótakassa. Og þá fá tækin að vera einmitt það, DÓT! Leikföng fullorðinna. Þá eru þetta ekki einhver HJÁLPARTÆKI því okkur vanti svo mikla hjálp. Ég þoli ekki hjálpartækjaumræðuna, segir Sigga, og vitnar til þess að kynlífstæki séu kölluð hjálpartæki ástarlífsins. Heldur þú að notkun kynlífstækja í sambandi skili sér almennt í betra kynlífi? „Allt sem getur aukið unað í kynlífi, skilar sér í betra kynlífi. Það er þá nátengt samtalinu um kynlíf og gleðinni sem pör setja inn í það. Þetta helst allt í hendur.“ Betra kynlíf - síða full af fróðleik fyrir pör Hún mælir með að fólk sem langar til að kaupa tæki en þori það ekki líti á þetta frekar sem leik. Það að þora að kaupa græju, nota hana, ræða við maka og nota með maka. Bingó - þá er þetta er orðið að leik og í leik er gaman. Á síðunni Betra kynlíf er meðal annars hægt að nálgast mikinn fróðleik frá Siggu Dögg varðandi sjálfsfróun, fróun og kynlífstækjanotkun í samböndum. Mikið af efninu er aðgengilegt öllum en einnig er hægt að kaupa sérstaka áskrift af ítarlegra efni og fróðleik. Sigga hvetur pör sem vilja krydda upp á kynlífið til að fræða sig saman og horfa saman á myndbönd inni á síðunni og ræða saman um væntingar sínar og langanir. HÉR má nálgast svæði á Betra kynlíf þar sem hægt er að skoða myndbönd um notkun kynlífstækja og HÉR um sjálfsfróun í samböndum. Spurning vikunnar Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Annar hver segist hafa reynslu af viðhaldi í ástarsambandi Makamál Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þau notuðu kynlífstæki með maka sínum. Tæplega tvö þúsund manns svöruðu könnuninni. Samkvæmt niðurstöðunum segjast langflest nota kynlífstæki með maka sínum en nákvæmari niðurstöður má sjá hér fyrir neðan. Sigga Dögg segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart en enn séu þó mörg sem eigi erfitt með að ræða um væntingar og þarfir tengdar kynlífi í samböndum. Niðurstöður* Já, reglulega - 46% Já, stundum - 21% Já, sjaldan - 13% Nei, aldrei - 7% Nei, en langar - 7% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Umræðan nauðsynleg í samböndum Sigga Dögg hefur mikið fjallað um bæði sjálfsfróun og notkun kynlífstækja í gegnum árin en hún segir í raun ekki hægt að tala um eitt án þess að tala um annað. Fróun sé algengt form af kynlífi í langtímasamböndum, alveg óháð kyni og kynhneigð. Fróun og sjálfsfróun, fólk notar hugtökin á víxl, bæði að fróa sér sjálft með maka og svo að fróa maka. Sigga segir mjög áhugavert, þegar hún er með skjólstæðinga í ráðgjöf, hvaða græjur það á fyrir sjálft sig og hvað það vill svo deila með makanum. „Sumt er bara fyrir sjálfsfróun á meðan annað er í paraleik.“ Sigga segir það algengt að það sé ákveðið tabú að ræða um buttplug. Getty Sumir haldnir kynlífstækjaskömm Að hennar mati segir hún það nauðsynlegt að ræða kynlífstækjanotkun í ráðgjöf því þá komi yfirleitt margt upp úr krafsinu. Margir hafi sem dæmi svokallaða kynlífstækjaskömm. Hvernig lýsir það sér? Margir karlmenn fíla til dæmis buttplug en það getur verið mjög mikið tabú og þeir átt erfitt með að viðurkenna það, sérstaklega ef maki þeirra er kona. Er það þín upplifun að þeim langi að nota það með makanum en þori ekki að nefna það? „Það er allur gangur á því, sumt vill fólk fá að eiga út af fyrir sig í sjálfsfróun og það í sjálfu sér er allt í góðu lagi en það er samt áhugavert af hverju það vill ekki einu sinni segja maka frá því, hvaða ótti liggur þarna að baki? Oftast þegar við viljum ekki tala um eitthvað að þá er það einmitt eitthvað sem þarf að skoða, er mín reynsla.“ Hér fyrir neðan er hægt að nálgast umfjöllun Makamála um endaþarmsörvun. Dót og tæki en ekki hjálpartæki ástarlífsins Svo er það fólkið sem hún segir vera búið að uppgötva gleðina sem kynlífstæki geta veitt kynlífinu þeirra. „Það fólk á oft á tíðum ansi myndarlegan dótakassa. Og þá fá tækin að vera einmitt það, DÓT! Leikföng fullorðinna. Þá eru þetta ekki einhver HJÁLPARTÆKI því okkur vanti svo mikla hjálp. Ég þoli ekki hjálpartækjaumræðuna, segir Sigga, og vitnar til þess að kynlífstæki séu kölluð hjálpartæki ástarlífsins. Heldur þú að notkun kynlífstækja í sambandi skili sér almennt í betra kynlífi? „Allt sem getur aukið unað í kynlífi, skilar sér í betra kynlífi. Það er þá nátengt samtalinu um kynlíf og gleðinni sem pör setja inn í það. Þetta helst allt í hendur.“ Betra kynlíf - síða full af fróðleik fyrir pör Hún mælir með að fólk sem langar til að kaupa tæki en þori það ekki líti á þetta frekar sem leik. Það að þora að kaupa græju, nota hana, ræða við maka og nota með maka. Bingó - þá er þetta er orðið að leik og í leik er gaman. Á síðunni Betra kynlíf er meðal annars hægt að nálgast mikinn fróðleik frá Siggu Dögg varðandi sjálfsfróun, fróun og kynlífstækjanotkun í samböndum. Mikið af efninu er aðgengilegt öllum en einnig er hægt að kaupa sérstaka áskrift af ítarlegra efni og fróðleik. Sigga hvetur pör sem vilja krydda upp á kynlífið til að fræða sig saman og horfa saman á myndbönd inni á síðunni og ræða saman um væntingar sínar og langanir. HÉR má nálgast svæði á Betra kynlíf þar sem hægt er að skoða myndbönd um notkun kynlífstækja og HÉR um sjálfsfróun í samböndum.
Spurning vikunnar Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Annar hver segist hafa reynslu af viðhaldi í ástarsambandi Makamál Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira