Stelpurnar slógust í miðjum fótboltaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Ramsey Davis slær hér Maya Gordon hjá LSU en á sama tíma kemur dómarinn með rauða spjaldið á lofti. Skjámynd/Twitter Það hitnaði heldur betur í hlutunum í bandaríska háskólafótboltanum í vikunni þegar skólarnir Ole Miss og LSU mættust í SEC deildinni. Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira