„Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:48 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Greint var frá því í dag að Reykjavíkurborg hygðist ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs sagði að tryggja þrfti sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Svokölluð aðhaldskrafa verði sett á öll svið borgarinnar, sem þýðir að ekki verði gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðsiflokksins í Reykjavík, efast um að aðgerðirnar nái tilætluðum árangri. „Við lýsum auðvitað yfir miklum áhyggjum og við vitum hvað hallinn er mikill. En það þarf að átta sig á því að [hallinn] er sexfaldur á við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við erum líka að sjá gríðarlega skuldasöfnun. Og það sem vekur upp áhyggjur og er til umhugsunar er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um 25 prósent á einungis fimm ára tímabili. Þannig að þetta er svona fjölþætt birtingarmynd af mjög slæmum rekstri,“ segir Hildur. „Það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er“ Hún segir að aðgerðirnar geri ráð fyrir hagræðingu þvert á öll svið en segir ljóst að hagræðing þurfi að vera ríkari á sumum sviðum en öðrum. Rétt er að taka fram að Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að aðhaldskrafan taki ekki til skóla og starfsstöðva þar sem undirmönnun ríkir. Hildur segir að nýboðaðar aðgerðir muni augljóslega ekki duga til að mæta „15,3 milljarða halla.“ „Það sem skýtur kannski skökku við er að margir gera mál fyrir því að starfsmannafjölgunin sé mest í grunnþjónustunni - hjá fólkinu á gólfinu sem er að sinna þjónustu við borgarana. En starfsmönnum leikskólana á að fækka um 75 á næsta ári sem er mjög í mótsögn við áform um að fjölga leikskólaplássum. Á meðan fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, um 13 prósent inni í miðlægri stjórnsýslu, og það er þar sem skrifstofa borgarstjóra er,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira