Boðar aðgerðir í netöryggismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 20:01 Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. arnar halldórsson Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir. Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur. Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur.
Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira