„Hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Valsmenn fagna sigri á móti Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, þekkir ágætlega til BM Benidorm liðsins sem er að fara spila við Val í Evrópudeildinni í kvöld. Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira