„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. október 2022 21:16 Baráttuhugur er í Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. „Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
„Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16