Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 13:16 Sólveig Anna segir algjöra einingu ríkja um kröfugerðina hjá samninganefnd Eflingarfélaga. Skjáskot/Vísir Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. „Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira