Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 13:16 Sólveig Anna segir algjöra einingu ríkja um kröfugerðina hjá samninganefnd Eflingarfélaga. Skjáskot/Vísir Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. „Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira