María aftur með eftir versta símtal ævinnar Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 17:31 María Þórisdóttir lék með Noregi á EM í sumar en olli vonbrigðum líkt og allt norska liðið. Getty/Christopher Lee María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið í fótbolta eftir að hafa ekki verið valin í fyrstu landsleikina undir stjórn nýja þjálfarans Hege Riise, sem tók við liðinu eftir vonbrigðin á EM í sumar. María fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir að Riise valdi hana ekki í landsliðið í haust. „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María á þeim tíma við TV 2 og bætti við: „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið.“ Riise er greinilega sammála því að María hafi eitthvað fram að færa því María og Emilie Haavi koma nú inn í norska hópinn og verða með á Spáni í nóvember. Þar mætir Noregur Frakklandi og Noregi í vináttulandsleikjum, til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið næsta sumar. „Hún [María] hefur spilað síðustu leiki fyrir Manchester United. Haavi hefur skilað sínu fyrir Roma um nokkurt skeið,“ sagði Riise þegar hún útskýrði valið sitt. María hefur verið í byrjunarliði United í síðustu þremur leikjum og liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. María var ekki valin í leiki gegn Belgíu og Albaníu í undankeppni HM í byrjun september, né heldur í vináttulandsleikina við Brasilíu og Holland í október, þegar Noregur tapaði 4-1 gegn Brasilíu en vann góðan sigur gegn Hollandi, 2-0. Fyrirliðinn Maren Mjelde, Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen eru ekki í norska hópnum en þær glíma allar við meiðsli auk þess sem Hansen hefur tekið sér hlé frá landsliðinu vegna hjartavandamála. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
María fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir að Riise valdi hana ekki í landsliðið í haust. „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María á þeim tíma við TV 2 og bætti við: „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið.“ Riise er greinilega sammála því að María hafi eitthvað fram að færa því María og Emilie Haavi koma nú inn í norska hópinn og verða með á Spáni í nóvember. Þar mætir Noregur Frakklandi og Noregi í vináttulandsleikjum, til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið næsta sumar. „Hún [María] hefur spilað síðustu leiki fyrir Manchester United. Haavi hefur skilað sínu fyrir Roma um nokkurt skeið,“ sagði Riise þegar hún útskýrði valið sitt. María hefur verið í byrjunarliði United í síðustu þremur leikjum og liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. María var ekki valin í leiki gegn Belgíu og Albaníu í undankeppni HM í byrjun september, né heldur í vináttulandsleikina við Brasilíu og Holland í október, þegar Noregur tapaði 4-1 gegn Brasilíu en vann góðan sigur gegn Hollandi, 2-0. Fyrirliðinn Maren Mjelde, Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen eru ekki í norska hópnum en þær glíma allar við meiðsli auk þess sem Hansen hefur tekið sér hlé frá landsliðinu vegna hjartavandamála.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira