Tekur við Keflavík eftir brottreksturinn úr Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 10:27 Jonathan Glenn hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV en var óvænt látinn fara þaðan eftir eitt ár og er nú tekinn við Keflavík. Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði. Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV. ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV.
ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira