„Þetta var algjör hörmung“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2022 09:00 Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. Það hefur varla farið fram hjá neinum að Strætó er í kröggum. Framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálunum. Á sama tíma kvarta notendur hástöfum yfir versnandi þjónustu og hækkandi verði. Og fréttamaður leyfir sér að fullyrða að við könnumst mörg við að vera stödd í erlendri borg, kannski um borð í neðanjarðarlest eða sporvagni, og hugsa: Af hverju er þetta ekki svona heima? Við leituðum á náðir Ólafar Kristjánsdóttur, samgönguverkfræðings og fagstjóra samgangna hjá verkfræðistofunni Mannviti, til að fá svar við einmitt þeirri spurningu. Svarið er margþætt segir Ólöf; rangar ákvarðanir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu í mjög langan tíma. Áreiðanleiki og samfella séu lykilatriði, sem hin margumtalaða borgarlína eigi að innleiða betur en Strætó getur. „Og með því að ná tíðninni í sjö mínútur á helstu leiðum ertu að gefa notendunum frelsi, frelsi frá því að þurfa að skipuleggja sig samkvæmt tímatöflu heldur að geta bara labbað út þegar hentar á næstu stoppistöð og þurfa ekki að bíða þar lengur en í örfáar mínútur,“ segir Ólöf. Þannig að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við ættum að geta verið á pari við Kaupmannahöfn eða London eftir nokkur ár? „Með réttri stefnu þá er ekkert því til fyrirstöðu, nei. Það er fyllilega raunhæft. Það er verið að byggja upp almenningssamgöngukerfi, og búið að byggja upp, í borgum af svipaðri stærðargráðu og Reykjavík er eða höfuðborgarsvæðið er, víða erlendis. Og á Norðurlöndunum meðal annars. Þetta er í rauninni ekki spurning um hvort þetta er raunhæft, þetta er eitthvað sem þarf að gera.“ Sendi kvörtun til Strætó Ljóst er að höfuðborgarbúar eru margir uggandi yfir stöðu almenningssamgangna. En fleiri en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins mynda notendahópinn. Árið 2019 var hlutfall erlendra korta í viðskiptum Strætó um 12 prósent, ekki fengust nýrri tölur. Og hvað finnst þessum aðkomumönnum um þjónustuna? Fréttastofa fór á stúfana. Fæstir reyndust raunar hafa nýtt sér strætó og hugðust ekki gera það - flest markvert innan borgarmarkanna væri hægt að sjá á tveimur jafnfljótum. En þeir ferðamenn sem notað höfðu strætó reyndust ekki ýkja sáttir. „Þetta var alger hörmung,“ segir Emma Steinberg frá Bandaríkjunum. „Við vorum ofrukkuð. Við þurftum bara að fara á næstu stoppistöð en bílstjórinn rukkaði okkur um 25 evrur og hann vildi ekki hjálpa okkur með farangurinn þegar við fórum úr vagninum. Ég skrifaði þeim og þeir voru mjög afsakandi.“ Vonlaust kerfi Tómas Ingi Shelton, leiðsögumaður hjá City Walk Reykjavík, lóðsar fjölda ferðamanna um Reykjavík á degi hverjum. Hann segir þá marga áhugasama um almenningssamgöngur innan borgarmarkanna. „Vandamálið er bara að það er ekki hægt að kaupa miða neins staðar. Það er hægt að ná í appið, ég segi öllum að ná í appið, en þau segja þá við mig að það hefur oft ekki virkað að tengja erlend kreditkort við það. Og þá fara þau frekar að leigja bíl eða eitthvað svona kjaftæði, eða bara sleppa því að fara,“ segir Tómas. Já, ákall um breytingar heyrist meðal innlendra og erlenda kúnna Strætó. Ólöf samgönguverkfræðingur er sama sinnis. Takmörk séu fyrir því hversu mikla áherslu sé hægt að leggja á einkabílinn. „Og ætli megi ekki segja að við séum komin að þeim punkti að það er ekki lausnin, og mun ekki leysa okkar umferðarvanda.“ Viðtöl við Ólöfu, Emmu, Tómas og fleiri má horfa á í innslaginu í spilaranum ofar í fréttinni. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að Strætó er í kröggum. Framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálunum. Á sama tíma kvarta notendur hástöfum yfir versnandi þjónustu og hækkandi verði. Og fréttamaður leyfir sér að fullyrða að við könnumst mörg við að vera stödd í erlendri borg, kannski um borð í neðanjarðarlest eða sporvagni, og hugsa: Af hverju er þetta ekki svona heima? Við leituðum á náðir Ólafar Kristjánsdóttur, samgönguverkfræðings og fagstjóra samgangna hjá verkfræðistofunni Mannviti, til að fá svar við einmitt þeirri spurningu. Svarið er margþætt segir Ólöf; rangar ákvarðanir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu í mjög langan tíma. Áreiðanleiki og samfella séu lykilatriði, sem hin margumtalaða borgarlína eigi að innleiða betur en Strætó getur. „Og með því að ná tíðninni í sjö mínútur á helstu leiðum ertu að gefa notendunum frelsi, frelsi frá því að þurfa að skipuleggja sig samkvæmt tímatöflu heldur að geta bara labbað út þegar hentar á næstu stoppistöð og þurfa ekki að bíða þar lengur en í örfáar mínútur,“ segir Ólöf. Þannig að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við ættum að geta verið á pari við Kaupmannahöfn eða London eftir nokkur ár? „Með réttri stefnu þá er ekkert því til fyrirstöðu, nei. Það er fyllilega raunhæft. Það er verið að byggja upp almenningssamgöngukerfi, og búið að byggja upp, í borgum af svipaðri stærðargráðu og Reykjavík er eða höfuðborgarsvæðið er, víða erlendis. Og á Norðurlöndunum meðal annars. Þetta er í rauninni ekki spurning um hvort þetta er raunhæft, þetta er eitthvað sem þarf að gera.“ Sendi kvörtun til Strætó Ljóst er að höfuðborgarbúar eru margir uggandi yfir stöðu almenningssamgangna. En fleiri en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins mynda notendahópinn. Árið 2019 var hlutfall erlendra korta í viðskiptum Strætó um 12 prósent, ekki fengust nýrri tölur. Og hvað finnst þessum aðkomumönnum um þjónustuna? Fréttastofa fór á stúfana. Fæstir reyndust raunar hafa nýtt sér strætó og hugðust ekki gera það - flest markvert innan borgarmarkanna væri hægt að sjá á tveimur jafnfljótum. En þeir ferðamenn sem notað höfðu strætó reyndust ekki ýkja sáttir. „Þetta var alger hörmung,“ segir Emma Steinberg frá Bandaríkjunum. „Við vorum ofrukkuð. Við þurftum bara að fara á næstu stoppistöð en bílstjórinn rukkaði okkur um 25 evrur og hann vildi ekki hjálpa okkur með farangurinn þegar við fórum úr vagninum. Ég skrifaði þeim og þeir voru mjög afsakandi.“ Vonlaust kerfi Tómas Ingi Shelton, leiðsögumaður hjá City Walk Reykjavík, lóðsar fjölda ferðamanna um Reykjavík á degi hverjum. Hann segir þá marga áhugasama um almenningssamgöngur innan borgarmarkanna. „Vandamálið er bara að það er ekki hægt að kaupa miða neins staðar. Það er hægt að ná í appið, ég segi öllum að ná í appið, en þau segja þá við mig að það hefur oft ekki virkað að tengja erlend kreditkort við það. Og þá fara þau frekar að leigja bíl eða eitthvað svona kjaftæði, eða bara sleppa því að fara,“ segir Tómas. Já, ákall um breytingar heyrist meðal innlendra og erlenda kúnna Strætó. Ólöf samgönguverkfræðingur er sama sinnis. Takmörk séu fyrir því hversu mikla áherslu sé hægt að leggja á einkabílinn. „Og ætli megi ekki segja að við séum komin að þeim punkti að það er ekki lausnin, og mun ekki leysa okkar umferðarvanda.“ Viðtöl við Ólöfu, Emmu, Tómas og fleiri má horfa á í innslaginu í spilaranum ofar í fréttinni.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira