Nökkvi skoraði 17 mörk fyrir KA á tímabilinu og er því markakóngur þrátt fyrir að spila ekki seinustu sjö leiki tímabilsins. Hann var keyptur til belgíska liðsins Beerschot á miðju tímabili og skoraði mörkin 17 því í aðeins 20 leikjum.
Guðmundur Magnússon hefði getað stolið markakóngstitlinum í dag, en hann komst ekki á blað í 4-0 tapi Fram gegn Keflavík. Guðmundur skoraði einnig 17 mörk á tímabilinu, en þar sem hann spilaði fleiri leiki en Nökkvi og sá síðarnefndi fær því titilinn.
Þá fær Anton Ari Einarsson, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu á tímabilinu.