Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein Árni Sæberg skrifar 29. október 2022 17:35 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Einar Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð. Kínverska fatafyrirtækið Shein er orðinn stærsti smásali fatnaðar á netinu í heiminum og verðmætara en H&M og Zara samanlagt. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans þar sem rætt er við Jönu Maren Óskarsdóttur, annan eigenda Hringekjunnar, sem bannaði nýverið sölu vara Shein í verslunum sínum. Þar er haft eftir Jönu Maren að Sorpa hafi ákveðið að flokka fatnað fyrirtækisins sem eitraðan úrgang. Í samtali við fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Sorpu þó að það sé byggt á misskilningi. View this post on Instagram A post shared by Hringekjan (@hringekjanverslun) Það breytir því þó ekki að fatnaður Shein er í í mörgum tilvikum sannanlega eitraður. Í honum hefur meðal annars fundist blý, PFAS, þalöt og önnur eiturefni. Hraðtískan hættuleg mönnum og umhverfi Shein hefur sérhæft sig í svokallaðri hraðtísku sem talin er talinn einn mest mengandi iðnaður heimsins. Tinna Hallgrímsdóttir, forseti ungra umhverfissinna, segir umhverfissinna hafa miklar áhyggjur af auknum viðskiptum Íslendinga við fyrirtæki á borð við Shein. Fyrirtækið er nú með um átta prósent markaðshlutdeild í netverslun með fatnað hér á landi. „Það að fólk sé í síauknum mæli að kaupa sér föt frá þessum hraðtískurisum, þá annað hvort í gegnum netið eða í búðum, er gríðarlega varhugaverð þróun og það eru aðrir kostir í boði, sem eru auðvitað mun sjálfbærari. En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta er ákveðið stéttavandamál líka. Það hafa ekki öll efni á því að kaupa sér dýr föt þó að oft sé það ódýrara til lengri tíma litið, það er hægt að kaupa vandaðri flíkur og eiga þær til lengri tíma,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún segir hraðtískufyrirtækin gagngert stíla inn á það að fólk sem minna hefur á milli handanna falli í þá gildru að kaupa mikið af ódýrum en lélegum fötum. Þá segist hún hafa haldið að það væri liðin tíð að fólk færi í utanlandsferðir að kaupa mikið magn hraðtískufatnaðar eða keypti sér mikið magn fatnaðar og skilaði honum strax í endurvinnslu. Mikill falinn kostnaður Tinna segir að þrátt fyrir að fatnaður fyrirtækja á borð við Shein sé ekki dýr í krónum talið sé gríðarlegur falinn kostnaður á bak við hverja einustu flík. „Iðnaðurinn hefur gríðarlega slæm umhverfisáhrif, á mjög marga vegu. Ef við horfum til dæmis bara á losun gróðurhúsalofttegunda þá er tískuiðnaðurinn ábyrgur fyrir tvö til átta prósent af hnattrænni losun,“ segir hún. Þá fylgi iðnaðinum gríðarleg vatnsnotkun. „Ég held að við áttum okkur ekki alveg á því. Til dæmis að framleiða einar gallabuxur, það þarf tíu þúsund lítra í það. Það þarf 2700 lítra til að framleiða einn stuttermabol. Sé litið til þess hversu dýrmæt auðlind vatn er, er þetta afar ósjálfbært,“ segir hún. Ástæða fyrir því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur Tinna segir enga tilviljun að fólk geti pantað sér flíkur á netinu fyrir smáaura enda séu þær framleiddar á stöðum þar sem reglugerðir varðandi vinnuréttindi eru virtar að vettugi. Þau sem framleiði ódýru fötin okkar fái ekki að ganga í stéttarfélög, vinni gríðarlega langa vinnudaga, eru á ómannsæmandi launum og séu í mörgum tilvikum börn. „Allt þetta er að valda því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur. Það er engin tilviljun heldur er það bara ákveðinn falinn kostnaður sem við erum ekki að greiða fyrir, sem veldur bæði skaða á fólki og lífríki. Við getum gert betur Að lokum hvetur Tinna fólk til að breyta kauphegðun sinni, umhverfinu og því sjálfu til hagsbóta. „Það er enginn að segja fólki alfarið að hætta að kaupa nýjar flíkur, einungis að velja betur og einmitt velja flíkur sem eru ekki skaðlegar eigin heilsu og lífríkinu í heild. Ég held að það ætti að vera eitthvað sem er okkur öllum ofarlega í huga,“ segir hún. Að lokum bendir Tinna fólki á að kaupa vandaðri flíkur sem endast mun lengur og á mikinn fjölda verslana sem býður upp á notuð föt, sem og fataleigur líkt og Spjara. Þar sé hægt að leigja fín föt fyrir ákveðin tilefni í stað þess að kaupa ný hvert skipti. Umhverfismál Loftslagsmál Tíska og hönnun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Kínverska fatafyrirtækið Shein er orðinn stærsti smásali fatnaðar á netinu í heiminum og verðmætara en H&M og Zara samanlagt. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans þar sem rætt er við Jönu Maren Óskarsdóttur, annan eigenda Hringekjunnar, sem bannaði nýverið sölu vara Shein í verslunum sínum. Þar er haft eftir Jönu Maren að Sorpa hafi ákveðið að flokka fatnað fyrirtækisins sem eitraðan úrgang. Í samtali við fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Sorpu þó að það sé byggt á misskilningi. View this post on Instagram A post shared by Hringekjan (@hringekjanverslun) Það breytir því þó ekki að fatnaður Shein er í í mörgum tilvikum sannanlega eitraður. Í honum hefur meðal annars fundist blý, PFAS, þalöt og önnur eiturefni. Hraðtískan hættuleg mönnum og umhverfi Shein hefur sérhæft sig í svokallaðri hraðtísku sem talin er talinn einn mest mengandi iðnaður heimsins. Tinna Hallgrímsdóttir, forseti ungra umhverfissinna, segir umhverfissinna hafa miklar áhyggjur af auknum viðskiptum Íslendinga við fyrirtæki á borð við Shein. Fyrirtækið er nú með um átta prósent markaðshlutdeild í netverslun með fatnað hér á landi. „Það að fólk sé í síauknum mæli að kaupa sér föt frá þessum hraðtískurisum, þá annað hvort í gegnum netið eða í búðum, er gríðarlega varhugaverð þróun og það eru aðrir kostir í boði, sem eru auðvitað mun sjálfbærari. En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta er ákveðið stéttavandamál líka. Það hafa ekki öll efni á því að kaupa sér dýr föt þó að oft sé það ódýrara til lengri tíma litið, það er hægt að kaupa vandaðri flíkur og eiga þær til lengri tíma,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún segir hraðtískufyrirtækin gagngert stíla inn á það að fólk sem minna hefur á milli handanna falli í þá gildru að kaupa mikið af ódýrum en lélegum fötum. Þá segist hún hafa haldið að það væri liðin tíð að fólk færi í utanlandsferðir að kaupa mikið magn hraðtískufatnaðar eða keypti sér mikið magn fatnaðar og skilaði honum strax í endurvinnslu. Mikill falinn kostnaður Tinna segir að þrátt fyrir að fatnaður fyrirtækja á borð við Shein sé ekki dýr í krónum talið sé gríðarlegur falinn kostnaður á bak við hverja einustu flík. „Iðnaðurinn hefur gríðarlega slæm umhverfisáhrif, á mjög marga vegu. Ef við horfum til dæmis bara á losun gróðurhúsalofttegunda þá er tískuiðnaðurinn ábyrgur fyrir tvö til átta prósent af hnattrænni losun,“ segir hún. Þá fylgi iðnaðinum gríðarleg vatnsnotkun. „Ég held að við áttum okkur ekki alveg á því. Til dæmis að framleiða einar gallabuxur, það þarf tíu þúsund lítra í það. Það þarf 2700 lítra til að framleiða einn stuttermabol. Sé litið til þess hversu dýrmæt auðlind vatn er, er þetta afar ósjálfbært,“ segir hún. Ástæða fyrir því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur Tinna segir enga tilviljun að fólk geti pantað sér flíkur á netinu fyrir smáaura enda séu þær framleiddar á stöðum þar sem reglugerðir varðandi vinnuréttindi eru virtar að vettugi. Þau sem framleiði ódýru fötin okkar fái ekki að ganga í stéttarfélög, vinni gríðarlega langa vinnudaga, eru á ómannsæmandi launum og séu í mörgum tilvikum börn. „Allt þetta er að valda því að við getum keypt stuttermabol á 700 krónur. Það er engin tilviljun heldur er það bara ákveðinn falinn kostnaður sem við erum ekki að greiða fyrir, sem veldur bæði skaða á fólki og lífríki. Við getum gert betur Að lokum hvetur Tinna fólk til að breyta kauphegðun sinni, umhverfinu og því sjálfu til hagsbóta. „Það er enginn að segja fólki alfarið að hætta að kaupa nýjar flíkur, einungis að velja betur og einmitt velja flíkur sem eru ekki skaðlegar eigin heilsu og lífríkinu í heild. Ég held að það ætti að vera eitthvað sem er okkur öllum ofarlega í huga,“ segir hún. Að lokum bendir Tinna fólki á að kaupa vandaðri flíkur sem endast mun lengur og á mikinn fjölda verslana sem býður upp á notuð föt, sem og fataleigur líkt og Spjara. Þar sé hægt að leigja fín föt fyrir ákveðin tilefni í stað þess að kaupa ný hvert skipti.
Umhverfismál Loftslagsmál Tíska og hönnun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira