ESB ætlar að banna nýja sprengihreyfilsbíla frá árinu 2035 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. október 2022 07:01 Fánar Evrópusambandsins. Getty Evrópusambandið hefur tilkynnt umdeildar áætlanir sínar um að þvinga bílaframleiðendur til að selja einungis rafbíla í heimsálfunni frá og með árinu 2035. Þessi tilkynning hefur valdið mikilli óánægju, sérstaklega meðal framleiðenda. Til að bannið taki gildi þurfa þrjár birtingarmyndir ESB að vera sammála, það eru Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og svo þurfa öll aðildarfélög ESB að samþykkja innleiðingu á „Fit for 55“ lagabálknum sem er ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu um 55% fyrir lok árs 2030, og svo hætta alveg losun árið 2035. Evrópusambandið ætlar sér að banna söæu nýrra dísel- og bensínknúinna bíla fyrir árið 2035. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig og hvort íslensk stjórnvöld sjá fyrir sér að fylgja þessu mögulega fordæmi eftir. Með þessari mögulegu sögulegu lagasetningu vill ESB draga verulega úr flutnings afleiddri mengun fyrir árið 2050 og hvetja til annarra leiða en sprengihreyfla. Sprengihreyflar í bílum eru um 61% af mengum sem vegsamgöngur valda og um 15% af heildarmengun. Einu framleiðendurnir sem munu fá að framleiða og selja sprengihreyfilsbíla eru þeir sem framleiða færri en 10.000 eintök á ári. Þessi undanþága er í daglegu tali kölluð „Ferrari undanþágan“ en það eru nokkrir framleiðendur sem falla undir hana. Evrópusambandið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Til að bannið taki gildi þurfa þrjár birtingarmyndir ESB að vera sammála, það eru Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og svo þurfa öll aðildarfélög ESB að samþykkja innleiðingu á „Fit for 55“ lagabálknum sem er ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu um 55% fyrir lok árs 2030, og svo hætta alveg losun árið 2035. Evrópusambandið ætlar sér að banna söæu nýrra dísel- og bensínknúinna bíla fyrir árið 2035. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig og hvort íslensk stjórnvöld sjá fyrir sér að fylgja þessu mögulega fordæmi eftir. Með þessari mögulegu sögulegu lagasetningu vill ESB draga verulega úr flutnings afleiddri mengun fyrir árið 2050 og hvetja til annarra leiða en sprengihreyfla. Sprengihreyflar í bílum eru um 61% af mengum sem vegsamgöngur valda og um 15% af heildarmengun. Einu framleiðendurnir sem munu fá að framleiða og selja sprengihreyfilsbíla eru þeir sem framleiða færri en 10.000 eintök á ári. Þessi undanþága er í daglegu tali kölluð „Ferrari undanþágan“ en það eru nokkrir framleiðendur sem falla undir hana.
Evrópusambandið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent