Segir fólk þurfa að eiga það við sína samvisku ef það segir sig úr F.Í. Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. október 2022 12:43 Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands. Vísir/Egill Komi upp fleiri áreitnismál hjá Ferðafélagi Íslands verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar að sögn forseta félagsins. Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélagsins var á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi vísað frá og tekin ákvörðun um að svara ekki hvert öðru í gegnum fjölmiðla. Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín Pálsdóttir hyggst segja sig úr félaginu eftir að vantrauststillögu hennar var vísað frá á félagsfundi í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að núverandi stjórn tæki áreitnis-og ofbeldismál ekki alvarlega. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur,“ sagði Kristín í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Áhyggjur Kristínar voru bornar undir Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélagsins. „Þessi tiltekni félagsmaður hefur í höndum líka gögn frá fráfarandi forseta sem sagði í viðtali í Stundinni 15. nóvember í fyrra að öll þau áreitnismál sem komið hefðu komið til umfjöllunar hefðu verið meðhöndluð samkvæmt verklagsreglum félagsins og væru afgreidd,“ segir Sigrún og bætir við að þannig hefði fráfarandi forseta orðið tvísaga. Sigrún segist vera afar ánægð með félagsfundinn sem fram fór í gærkvöldi. „Það voru yfir þrjú hundruð félagar í Ferðafélagi Íslands sem komu á fundinn og við höfum valið það að svara ekki í fjölmiðlum og vera ekki í fjölmiðlaslag eftir að stjórn og framkvæmdastjóri urðu fyrir miklum ávirðingum og við vildum segja okkar félagsmönnum frá því hvernig málin væru vaxin og hvað hefði orðið til þess að ekki náðist samstarf á milli fyrrverandi forseta og stjórnar og framkvæmdastjóra og það var bara mjög ánægjulegt hversu margir félagsmenn komu og vildu heyra þetta frá okkar hlið og þetta var náttúrulega bara opinn félagsfundur og öllum frjálst að tjá sig og mjög einörð afstaða og stuðningur sem stjórn og framkvæmdastjóri fengu á þessum fundi. Það var yfir 90% stuðningur.“ En er ekkert sem stjórn hefði mátt gera öðruvísi? Því nú liggur ljóst fyrir að fjöldi fólks og þá sérstaklega kvenna er ósáttur með farveg mála. „Stjórn getur alltaf gert betur og samfélagið getur líka alltaf gert betur og stjórn ferðafélagsins undir forystu fyrrverandi forseta sat saman í nokkrar vikur og uppfærði ferla og viðbragðsáætlanir og það var alger samstaða um það. Það hafa engin mál komið upp síðan þetta var ákveðið. Engu að síður er okkur ljóst að jafnvel þessir ferlar og þessi viðbragðsáætlun er nú þegar úrelt og hún verður uppfærð og komi upp fleiri mál þá verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar.“ Sigrún segir að það hafi ekki verið ofbeldis- og áreitnismál sem hafi ollið samstarfserfiðleikum fyrrverandi forseta og stjórnarmanna. „Það var bara stjórnunarstíll og hún náði ekki saman við okkur, fyrir utan það að vilja og ætla frá upphafi að koma framkvæmdastjóranum frá.“ En hún er nú ekki ein til frásagnar um þessi áreitnismál þannig að það er alveg ljóst að þarna hefur eitthvað verið í ólagi? „En sko 15. nóvember lýsir hún því yfir að þessi mál hafi verið afgreidd samkvæmt ferlum. Eftir það vinnur stjórnin að uppfærslu ferlanna en það koma engin ný mál upp eftir það en síðan segir hún að við höfum ekki viljað vinna að þessum málum. Þetta náttúrulega stenst enga skoðun.“ Sigrún segist ekki vita þess að fólk hafi sagt sig úr félaginu eftir fundinn. „Fundinum lauk undir miðnætti og við höfum ekki séð það. Fólk verður bara að eiga það við sína samvisku.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín Pálsdóttir hyggst segja sig úr félaginu eftir að vantrauststillögu hennar var vísað frá á félagsfundi í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að núverandi stjórn tæki áreitnis-og ofbeldismál ekki alvarlega. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur,“ sagði Kristín í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Áhyggjur Kristínar voru bornar undir Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélagsins. „Þessi tiltekni félagsmaður hefur í höndum líka gögn frá fráfarandi forseta sem sagði í viðtali í Stundinni 15. nóvember í fyrra að öll þau áreitnismál sem komið hefðu komið til umfjöllunar hefðu verið meðhöndluð samkvæmt verklagsreglum félagsins og væru afgreidd,“ segir Sigrún og bætir við að þannig hefði fráfarandi forseta orðið tvísaga. Sigrún segist vera afar ánægð með félagsfundinn sem fram fór í gærkvöldi. „Það voru yfir þrjú hundruð félagar í Ferðafélagi Íslands sem komu á fundinn og við höfum valið það að svara ekki í fjölmiðlum og vera ekki í fjölmiðlaslag eftir að stjórn og framkvæmdastjóri urðu fyrir miklum ávirðingum og við vildum segja okkar félagsmönnum frá því hvernig málin væru vaxin og hvað hefði orðið til þess að ekki náðist samstarf á milli fyrrverandi forseta og stjórnar og framkvæmdastjóra og það var bara mjög ánægjulegt hversu margir félagsmenn komu og vildu heyra þetta frá okkar hlið og þetta var náttúrulega bara opinn félagsfundur og öllum frjálst að tjá sig og mjög einörð afstaða og stuðningur sem stjórn og framkvæmdastjóri fengu á þessum fundi. Það var yfir 90% stuðningur.“ En er ekkert sem stjórn hefði mátt gera öðruvísi? Því nú liggur ljóst fyrir að fjöldi fólks og þá sérstaklega kvenna er ósáttur með farveg mála. „Stjórn getur alltaf gert betur og samfélagið getur líka alltaf gert betur og stjórn ferðafélagsins undir forystu fyrrverandi forseta sat saman í nokkrar vikur og uppfærði ferla og viðbragðsáætlanir og það var alger samstaða um það. Það hafa engin mál komið upp síðan þetta var ákveðið. Engu að síður er okkur ljóst að jafnvel þessir ferlar og þessi viðbragðsáætlun er nú þegar úrelt og hún verður uppfærð og komi upp fleiri mál þá verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar.“ Sigrún segir að það hafi ekki verið ofbeldis- og áreitnismál sem hafi ollið samstarfserfiðleikum fyrrverandi forseta og stjórnarmanna. „Það var bara stjórnunarstíll og hún náði ekki saman við okkur, fyrir utan það að vilja og ætla frá upphafi að koma framkvæmdastjóranum frá.“ En hún er nú ekki ein til frásagnar um þessi áreitnismál þannig að það er alveg ljóst að þarna hefur eitthvað verið í ólagi? „En sko 15. nóvember lýsir hún því yfir að þessi mál hafi verið afgreidd samkvæmt ferlum. Eftir það vinnur stjórnin að uppfærslu ferlanna en það koma engin ný mál upp eftir það en síðan segir hún að við höfum ekki viljað vinna að þessum málum. Þetta náttúrulega stenst enga skoðun.“ Sigrún segist ekki vita þess að fólk hafi sagt sig úr félaginu eftir fundinn. „Fundinum lauk undir miðnætti og við höfum ekki séð það. Fólk verður bara að eiga það við sína samvisku.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37