Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um átökin innan Ferðafélags Íslands, landsfund Samfylkingarinnar og heyrum í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um dýravelferð. Einnig verður rætt við Guðna Th Jóhannesson forseta. 

Á fundi Ferðafélags Íslands sem haldinn var í gærkvöldi var tillögu um vantraust sem til stóð að bera upp á fundinum vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og þess í stað samþykkt stuðningsyfirlýsing til handa stjórn félagsins. 

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina þar sem nýr formaður verður kjörinn en þar er Kristrún Frostadóttir ein í kjöri, Heimir Már fréttamaður okkar fer yfir helstu áherslumál landsfundarins. 

Einnig heyrum við í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra sem segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×