Stelpurnar hans Þóris „étnar lifandi“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 08:01 Þórir Hergeirsson og norska liðið eru ríkjandi heims- og Evrópumeistarar en steinlágu gegn Hollandi í gær. Nora Mörk átti þó góðan leik. EPA/Domenech Castello Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mátti þola sitt stærsta tap í 249 leikjum þegar liðið steinlá gegn Hollandi í vináttulandsleik í gær, 33-24. Meira en ellefu ár eru síðan liðið tapaði með svo miklum mun. „Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira