Carlsen breytti opnunarleik Katrínar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. október 2022 23:08 Magnus Carlsen breytti leik sem Katrín Jakobsdóttir lék fyrir hann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. Katrín fór og fylgdist með þriðja keppnisdegi heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák í dag. Mótið fer fram á Hotel Natura við Nauthólsveg og eru nokkrir af bestu skákmönnum heims samankomnir að tefla á mótinu. Norðmaðurinn Magnus Carlsen er einn besti skákmaður allra tíma og er fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni. Hann er einn þátttakenda á mótinu og segir Katrín það vera mikinn heiður að hafa fengið að hitta hann. „Fékk ég að leika fyrir hann fyrsta leikinn sem hann reyndar breytti sem segir allt um mína hæfileika í þessari tegund skákar!“ skrifar Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún fékk þó aðra tilraun til þess að leika opnunarleik og var það í viðureign í fjórðu umferð Íslandsmóts kvenna í hefðbundinni skák. Þá fékk hún að leika fyrsta leik Iðunnar Helgadóttur. Iðunn, annað en Carlsen, þótti leikur forsætisráðherrans ansi góður og ákvað að vera ekki að standa í því að breyta honum. Iðunni þótti þessi leikur Katrínar vera mjög góður. Carlsen er kominn í undanúrslit mótsins ásamt Hikaru Nakamura, Ian Nepomniachtchi og Nodirbek Abdusattorov. Þeir fjórir sem urðu eftir í undanriðlunum eru Vladimir Fedoseev, Matthias Blübaum, Hjörvar Steinn Grétarsson og ríkjandi heimsmeistari, Wesley So. Undanúrslit mótsins hefjast á morgun þar sem Abdusattorov mætir Nakamura og Carlsen mætir Nepomniachtchi. Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Katrín fór og fylgdist með þriðja keppnisdegi heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák í dag. Mótið fer fram á Hotel Natura við Nauthólsveg og eru nokkrir af bestu skákmönnum heims samankomnir að tefla á mótinu. Norðmaðurinn Magnus Carlsen er einn besti skákmaður allra tíma og er fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni. Hann er einn þátttakenda á mótinu og segir Katrín það vera mikinn heiður að hafa fengið að hitta hann. „Fékk ég að leika fyrir hann fyrsta leikinn sem hann reyndar breytti sem segir allt um mína hæfileika í þessari tegund skákar!“ skrifar Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún fékk þó aðra tilraun til þess að leika opnunarleik og var það í viðureign í fjórðu umferð Íslandsmóts kvenna í hefðbundinni skák. Þá fékk hún að leika fyrsta leik Iðunnar Helgadóttur. Iðunn, annað en Carlsen, þótti leikur forsætisráðherrans ansi góður og ákvað að vera ekki að standa í því að breyta honum. Iðunni þótti þessi leikur Katrínar vera mjög góður. Carlsen er kominn í undanúrslit mótsins ásamt Hikaru Nakamura, Ian Nepomniachtchi og Nodirbek Abdusattorov. Þeir fjórir sem urðu eftir í undanriðlunum eru Vladimir Fedoseev, Matthias Blübaum, Hjörvar Steinn Grétarsson og ríkjandi heimsmeistari, Wesley So. Undanúrslit mótsins hefjast á morgun þar sem Abdusattorov mætir Nakamura og Carlsen mætir Nepomniachtchi.
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40