Viktor Gísli með eina af vörslum ársins í sigrinum gegn Kiel Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 23:00 Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi glæsileg tilþrif í sigri Nantes gegn Kiel. Getty/Skjáskot Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik í marki Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur, 38-30, gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu fyrr í kvöld. Viktor varði alls 15 bolta í leiknum í kvöld og var með tæplega 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það er þó ein varslan sem stendur upp úr. Eftir rétt tæplega tuttugu mínútna leik var staðan 15-12, Viktori og félögum í vil. Gestirnir í Kiel stilltu upp í góða sókn sem endaði á því að Patrick Wiencek fékk línusendingu frá Eric Johansson og sá fyrrnefndi var kominn í dauðafæri gegn Viktori í markinu. Wiencek reyndi að vippa yfir markvörðinn stóra, og um stund virtist það hafa tekist hjá línumanninum. Þrátt fyrir að vera rúmir tveir metrar á hæð er Viktor þó eldsnöggur og hann áttaði sig í tæka tíð áður en hann fleygði sér í átt að markinu og náði að blaka boltanum framhjá stönginni. Það var Twitter-reikningur Meistaradeildarinnar sem birti myndband af þessari mögnuðu vörslu landsliðsmarkvarðarins, en hana má sjá í færslunni hér fyrir neðan. Still trying to figure out how he saved it! 🤯 Are we looking at one of the best saves of this #ehfcl season? Viktor Hallgrímsson 👏 @HBCNantes pic.twitter.com/LQsr1qnqWx— EHF Champions League (@ehfcl) October 27, 2022 Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30. 27. október 2022 20:19 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Viktor varði alls 15 bolta í leiknum í kvöld og var með tæplega 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það er þó ein varslan sem stendur upp úr. Eftir rétt tæplega tuttugu mínútna leik var staðan 15-12, Viktori og félögum í vil. Gestirnir í Kiel stilltu upp í góða sókn sem endaði á því að Patrick Wiencek fékk línusendingu frá Eric Johansson og sá fyrrnefndi var kominn í dauðafæri gegn Viktori í markinu. Wiencek reyndi að vippa yfir markvörðinn stóra, og um stund virtist það hafa tekist hjá línumanninum. Þrátt fyrir að vera rúmir tveir metrar á hæð er Viktor þó eldsnöggur og hann áttaði sig í tæka tíð áður en hann fleygði sér í átt að markinu og náði að blaka boltanum framhjá stönginni. Það var Twitter-reikningur Meistaradeildarinnar sem birti myndband af þessari mögnuðu vörslu landsliðsmarkvarðarins, en hana má sjá í færslunni hér fyrir neðan. Still trying to figure out how he saved it! 🤯 Are we looking at one of the best saves of this #ehfcl season? Viktor Hallgrímsson 👏 @HBCNantes pic.twitter.com/LQsr1qnqWx— EHF Champions League (@ehfcl) October 27, 2022
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30. 27. október 2022 20:19 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30. 27. október 2022 20:19