Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. október 2022 14:37 Félagsfundur Ferðafélagsins fer fram klukkan 20.00 í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir hyggjst leggja fram vantrauststillögu gegn stjórn á fundinum. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín er í hópi þeirra félagsmanna sem ekki hugnast viðbrögð núverandi stjórnar við ofbeldis og áreitnismálum. Á dögunum sendi hún stjórn nokkrar spurningar um viðbrögð við kynferðis-og áreitnismálum sem hefðu komið upp. Í stað þess að fá skriflegt svar var hún boðuð á fund stjórnar. „Þar fékk ég bara staðfestingu á því að þau mál sem ég hef verið að leggja áherslu á hafa ekki verið meðhöndluð með réttum hætti og er í rauninni alls ekki lokið eins og þau segja í sinni yfirlýsingu.“ Þá varð hún á fundinum þess áskynja að stjórnin liti þessi mál ekki alvarlegum augum. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur og áreitni er bæði í jafnréttislögum og hegningarlögum skilgreind og þar kemur líka fram að félögum ber að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir áreitni í félagastarfi þannig að þetta eru alvarleg mál og ég skynjaði það að þessu væri ekki tekið nógu alvarlega hjá stjórninni.“ Kristín bindur vonir við að fólk sem vill breytingar í félaginu mæti á félagsfundinn í kvöld og taki afstöðu. En hvað gerist ef tillagan verður felld? „Þá mun ég náttúrulega bara segja mig úr félaginu. Þá er þetta bara alveg búið fyrir mér.“ Heldurðu að aðrir muni fylgja? „Já, það finnst mér mjög líklegt og ekki síst konur. […] Konur vilja vera þar sem hugað er að þeirra öryggi. Ef það er ekki áhugi á því og ef tillagan er felld að þá er það náttúrulega bara vísbending um að það sé ekki verið að taka öryggi farþega ferðafélagsins alvarlega.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. 26. október 2022 12:59
Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29