Brynjar Ingi á listum sem enginn vill vera á Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 08:00 Brynjar Ingi Bjarnason lék með Íslandi gegn Spáni í mars og var einnig í landsliðshópnum í júní en missti sæti sitt þar í haust eftir að hafa ekkert verið að spila með aðalliði Vålerenga. Getty/Juan Mauel Serrano Arce Eftir afar hraðan uppgang á síðasta ári hefur miðvörðurinn og landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átt afar erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð í Noregi. Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira