Brynjar Ingi á listum sem enginn vill vera á Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 08:00 Brynjar Ingi Bjarnason lék með Íslandi gegn Spáni í mars og var einnig í landsliðshópnum í júní en missti sæti sitt þar í haust eftir að hafa ekkert verið að spila með aðalliði Vålerenga. Getty/Juan Mauel Serrano Arce Eftir afar hraðan uppgang á síðasta ári hefur miðvörðurinn og landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason átt afar erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð í Noregi. Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Brynjar, sem er 22 ára, lék um helgina sinn ellefta leik fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Lecce á Ítalíu en þangað var hann keyptur frá KA í fyrrasumar. Sérfræðingar Discovery í Noregi settu hver um sig saman lista yfir verstu kaupin í norska fótboltanum á þessu ári og voru allir þrír með Brynjar Inga á sínum þriggja manna lista. Brynjar, sem lék sína fyrstu landsleiki í fyrra og er kominn með 14 leiki, datt út úr landsliðshópnum nú í haust. Hann var fastamaður í liði Vålerenga fyrstu tvo mánuði tímabilsins en hafði rétt spilað mínútu fyrir liðið frá því í maí þar til að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapinu gegn Odd um helgina. „Átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni“ „Hann átti að verða nýi leiðtoginn í vörninni en hann hefur verið mjög slakur,“ sagði Petter Bö Tosterud. „Það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði áfram í félaginu á næsta ári. Það segir sitt þegar Fredrik Oldrup Jensen er valinn frekar. Það er langur, langur vegur í meiri spiltíma hjá Brynjari,“ sagði Tosterud í síðustu viku. Sá tími reyndist þó kannski ekki svo langur því Brynjar leysti meiddan Jonatan Tollås af hólmi í leiknum á laugardag eins og fyrr segir. „Afar erfið staða fyrir Brynjar“ Asbjörn Myhre og Vegard Hansen voru einnig með Brynjar á sínum vonbrigðalista. „Vålerenga varði nokkurri upphæð í Brynjar sem átti að vera fyrsti maður á blað í vörninni. Það var hann í byrjun en datt fljótt út úr liðinu. Síðan þá hefur maður bara séð hann í varaliðinu. Hann átti að verða óumdeildur leiðtogi í vörninni en það varð hann ekki. Hann hefur valdið miklum vonbrigðum,“ sagði Myhre. „Hann var með þegar Vålerenga var ekki sérlega gott. Það að Oldrup Jensen sé frekar valinn segir það sem segja þarf, því Oldrup er enginn varnarmaður í mínum huga. Þetta er afar erfið staða fyrir Brynjar. Hann virðist ekki njóta neins trausts hjá [Dag-Eilev] Fagermo [þjálfara Vålerenga],“ sagði Hansen. Brynjar, sem er 22 ára, gekk í raðir Vålerenga í byrjun þessa árs og gildir samningur hans við norska félagið til loka árs 2025.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira