Dyngjan gefst upp og lokar áfangaheimili sínu Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2022 15:55 Áfangaheimili Dyngjunnar, hið eina sinnar tegundar sem tekur á móti og veitir konum athvarf sem koma úr vímuefnameðferð og eiga hvergi höfði sínu að halla, mun að öllu óbreyttu hætta starfsemi um næstu áramót. Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05