Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir gríðarlega mikilvægt að stöðuleiki sé á framboði á fiski á erlendum mörkuðum. Óstöðugleiki í framboði á þorski hafi valdið því að hann er allt að þrisvar sinnum ódýrari en eldislax. Ástæðan fyrir þessu sé að veiðiheimildir hafi færst að nokkru leyti frá togurnum til minni útgerða. Vísir/Vilhelm Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða. Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira