Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir gríðarlega mikilvægt að stöðuleiki sé á framboði á fiski á erlendum mörkuðum. Óstöðugleiki í framboði á þorski hafi valdið því að hann er allt að þrisvar sinnum ódýrari en eldislax. Ástæðan fyrir þessu sé að veiðiheimildir hafi færst að nokkru leyti frá togurnum til minni útgerða. Vísir/Vilhelm Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða. Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira