Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað. Vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag heyrum við meðal annars í fjármálaráðherra, vararíkissaksóknara og forstjóra Samherja, auk þess sem fjallað verður um nýjan forsætisráðherra Breta. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi í morgun að loknum ríkisstjórnarfundi orðræðu lífeyrissjóðanna síðustu daga í sambandi við mál ÍL-sjóðsins svokallaða. Hann segir málið minna á umræðuna um föllnu bankana eftir hrun. 

Við fylgjumst einnig með atburðarrásinni í morgun í Bretlandi þegar Liz Truss vék úr embætti og Rishi Sunak tók við völdum. 

Vararíkissaksóknari segir að farbann sé fremur máttlaust úrræði, þeir sem vilji flýja land til að forðast fangelsisvist eigi fremur auðvelt með það, sér í lagi þeir sem halda sig inna Schengen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×