Innlent

Eldur kviknaði í bragga á Ásbrú

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð tökum á eldinum.
Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð tökum á eldinum. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í húsnæði Borgarplasts á Ásbrú í dag. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja sendi slökkviliðsmenn á staðinn sem náðu tökum á eldinum en mikinn reyk bar frá eldinum.

Samkvæmt frétt Víkurfrétta kviknaði í bragga sem liggur utan í plastverksmiðju Borgarplasts en mun eldurinn ekki hafa komist á milli bygginga.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja hafa slökkviliðsmenn rofið þak braggans til að ganga úr skugga um að engar glæður finnist þar og eldurinn lifni ekki við á nýjan leik.

Víkurfréttir segja að slökkviliðsmönnum hafi einnig tekist að koma í veg fyrir að eldurinn næði í dekkjalager sem er í bragganum. Minnst tólf slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×