Nýja mamman kom Portland Thorns í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:00 Crystal Dunn fagnar sigri Portland Thorns og sæti í úrslitaleiknum. Getty/Amanda Loman Portland Thorns spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn í kvennafótboltanum eftir sigur á San Diego Wave í undanúrslitaleiknum. Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira