Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2022 08:00 Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43