Nokkur sambærileg tilfelli hafa komið upp á undanförnum árum en samkvæmt gögnum frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafa samtals 154 tilfelli komið upp síðan árið 1962 – langflest í Flórída og Texas.
Farsóttarfræðingur segir ekki ástæðu til að óttast en telur eðlilegt að fólk hafi varann á.
„Þetta fangar athygli fólks sökum nafnsins enda yfirleitt talað um „heilaétandi amöbur.“ En þetta er mjög sjaldgæfur sjúkdómur. Ég myndi ekki segja að það þurfi sérstaklega að óttast eitthvað enda auðvelt að koma í veg fyrir þetta, til dæmis með því að hoppa ekki út í heitari stöðuvötn eða setja tappa í nefið,“ segir farsóttarfræðingurinn Brian Labus við Guardian.
Amaban fer einungis inn um nef og þaðan upp í heila og veikist fólk því ekki ef það gleypir amöbuna. Sjúkdómurinn er talinn leiða til dauðsfalla í 97 prósent tilvika enda er engin lækning til og greinist amaban yfirleitt of seint.
Hægt er að lesa meira um slímdýrið á Vísindavefnum.