„Nú bara fengum við einn á kjaftinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. október 2022 23:01 Jónatan Magnússon var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var eðlilega ósáttur eftir tíu marka tap sinna manna gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að leikurinn hafi í raun verið farinn í hálfleik og að sínir menn hafi einfaldlega átt vondan dag á Selfossi. „Það er svo sem margt hægt að segja eftir svona leik og maður er allavega búinn að hafa góðan tíma til að hugsa hvað maður ætlar að segja því það var nú ekki til að auðvelda okkur erfiðan dag á skrifstofunni þetta stopp sem kom þarna í lokin,“ sagði Jónatan eftir leikinn og átti þá við það þegar leikklukkan á Selfossi gaf sig og gera þurfti um 15 mínútna langt hlé á leiknum. „En ég er sammála því að leikurinn var búinn í hálfleik, eða við vorum allavega komnir í mjög þrönga stöðu. Þannig okkar móment var þá að byrja seinni hálfleikinn af krafti og ná einhverju áhlaupi, en það tókst ekki þannig þetta var því miður bara stutt barátta í dag. KA-menn byrjuðu leikinn á einu gullfallegu sirkusmarki og héldu þá margir að gestirnir væru að setja tóninn fyrir það sem koma skildi. Svo var hins vegar alls ekki og þetta var eina mark liðsins fyrstu átta mínútur leiksins. „Við hefðum kannski átt að fara í sirkus í sókn númer tvö líka,“ sagði Jónatan léttur þrátt fyrir skellinn sem liðið hans fékk í kvöld. „Nei nei, ég er bara sammála því að við byrjuðum mjög illa og við náðum ekki takti, fengum ekki nein stopp í vörn og fengum enga markvörslu til að byrja með. Vörnin stóð ágætlega og Nicholas [Satchwell] var í boltunum en varði þá ekki. Hinumegin er [Vilius] Rasimas að verja vel og það er kannski byrjunin sem býr til eitthvað forskot.“ „En svo er það þannig að við bara brotnum. Það er bara þannig að við brotnuðum í dag og ég held að það sé kannski bara auðveldasta skýringin. En það er viðbúið því við erum með þannig hóp að liðið okkar er samsett þannig núna að við erum með unga stráka í stórum hlutverkum og það er viðbúið að það verði brotlending inn á milli og hún kom snemma núna í þessum leik.“ „Leikurinn var erfiður og ég held að það sé einfaldasta svarið. Við reyndum að fara í sjö á sex og ýmislegt sem við höfum hingað til verið að gera ágætlega. Þannig ég held að ég geti farið bara nokkuð hratt yfir þetta og þetta var bara ekki gott. Ég vildi að ég gæti sagt að við höfum virkilega berjast en seinni hálfleikurinn var þó allavega betri, enda fengum við markvörslu þá.“ „En nú er bara spurning hvernig við komum úr þessu. Það er hálfur mánuður síðan við spiluðum seinast og það er greinilega taktleysi. Nú erum við að fara út í Evrópu og fáum tvo hörkuleiki þar og verðum vonandi betur samstilltir hópurinn í heild sinni til að takast á við þá næsta leik í deildinni því við höfum verið að tapa illa á útivöllum og þurfum að svara því á heimavelli næst.“ Þá var Jónatan spurður út í það hvort hann hafi séð eitthvað jákvætt í leik sinna manna í kvöld. „Sást þú eitthvað jákvætt? Þetta var vondur dagur og tilfinningin er ekki góð. Það er vont að tapa svona og vera rassskelltir. En það er karakter í hópnum mínum. Hópurinn er þannig samstilltur og nú bara fengum við einn á kjaftinn. En þá þurfum við bara að svara því og við vinnum í því núna. Ég er sannfærður um það að við þolum þetta og við þurfum að koma betur samstilltir í næsta leik og það þurfa allir að líta aðeins í eign barm,“ sagði Jónatan að lokum. Handbolti Olís-deild karla KA UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 34-24 | Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. 21. október 2022 22:06 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Það er svo sem margt hægt að segja eftir svona leik og maður er allavega búinn að hafa góðan tíma til að hugsa hvað maður ætlar að segja því það var nú ekki til að auðvelda okkur erfiðan dag á skrifstofunni þetta stopp sem kom þarna í lokin,“ sagði Jónatan eftir leikinn og átti þá við það þegar leikklukkan á Selfossi gaf sig og gera þurfti um 15 mínútna langt hlé á leiknum. „En ég er sammála því að leikurinn var búinn í hálfleik, eða við vorum allavega komnir í mjög þrönga stöðu. Þannig okkar móment var þá að byrja seinni hálfleikinn af krafti og ná einhverju áhlaupi, en það tókst ekki þannig þetta var því miður bara stutt barátta í dag. KA-menn byrjuðu leikinn á einu gullfallegu sirkusmarki og héldu þá margir að gestirnir væru að setja tóninn fyrir það sem koma skildi. Svo var hins vegar alls ekki og þetta var eina mark liðsins fyrstu átta mínútur leiksins. „Við hefðum kannski átt að fara í sirkus í sókn númer tvö líka,“ sagði Jónatan léttur þrátt fyrir skellinn sem liðið hans fékk í kvöld. „Nei nei, ég er bara sammála því að við byrjuðum mjög illa og við náðum ekki takti, fengum ekki nein stopp í vörn og fengum enga markvörslu til að byrja með. Vörnin stóð ágætlega og Nicholas [Satchwell] var í boltunum en varði þá ekki. Hinumegin er [Vilius] Rasimas að verja vel og það er kannski byrjunin sem býr til eitthvað forskot.“ „En svo er það þannig að við bara brotnum. Það er bara þannig að við brotnuðum í dag og ég held að það sé kannski bara auðveldasta skýringin. En það er viðbúið því við erum með þannig hóp að liðið okkar er samsett þannig núna að við erum með unga stráka í stórum hlutverkum og það er viðbúið að það verði brotlending inn á milli og hún kom snemma núna í þessum leik.“ „Leikurinn var erfiður og ég held að það sé einfaldasta svarið. Við reyndum að fara í sjö á sex og ýmislegt sem við höfum hingað til verið að gera ágætlega. Þannig ég held að ég geti farið bara nokkuð hratt yfir þetta og þetta var bara ekki gott. Ég vildi að ég gæti sagt að við höfum virkilega berjast en seinni hálfleikurinn var þó allavega betri, enda fengum við markvörslu þá.“ „En nú er bara spurning hvernig við komum úr þessu. Það er hálfur mánuður síðan við spiluðum seinast og það er greinilega taktleysi. Nú erum við að fara út í Evrópu og fáum tvo hörkuleiki þar og verðum vonandi betur samstilltir hópurinn í heild sinni til að takast á við þá næsta leik í deildinni því við höfum verið að tapa illa á útivöllum og þurfum að svara því á heimavelli næst.“ Þá var Jónatan spurður út í það hvort hann hafi séð eitthvað jákvætt í leik sinna manna í kvöld. „Sást þú eitthvað jákvætt? Þetta var vondur dagur og tilfinningin er ekki góð. Það er vont að tapa svona og vera rassskelltir. En það er karakter í hópnum mínum. Hópurinn er þannig samstilltur og nú bara fengum við einn á kjaftinn. En þá þurfum við bara að svara því og við vinnum í því núna. Ég er sannfærður um það að við þolum þetta og við þurfum að koma betur samstilltir í næsta leik og það þurfa allir að líta aðeins í eign barm,“ sagði Jónatan að lokum.
Handbolti Olís-deild karla KA UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 34-24 | Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. 21. október 2022 22:06 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 34-24 | Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. 21. október 2022 22:06
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti