Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 07:00 RAX hefur myndað mikið af skipum á ferlinum. RAX Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Ljósmyndarinn segir frá gullskipinu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Það voru tvö hundruð manns um borð og fórust næstum því tvö hundruð, ég held að það hafi bjargast einhverjir 45 eða 50. Um borð í þessu skipi eru mikil verðmæti. Til dæmis 35 tonn af koparstöngum og 236 demantar,“ segir RAX um ævintýraskipið. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég bjóst alltaf við að þeir myndu finna það.“ Einhverjir hafa í gegnum árið talið sig hafa fundið gullskipið týnda. „Þegar þeir fundu þennan borkjarna og voru að þefa af honum þá var kryddlykt öðrum megin og koníak hinum megin. Svo kom í ljós að þetta var nú eiginlega bara klósetthurðin af þýskum togara.“ Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Gullskipið er ekki fyrsta skipið sem ljósmyndarinn hefur talað um í þáttunum RAX Augnablik. Hér fyrir neðan má sjá þrjá aðra þætti tengda skipum. Víkartindur strandar Flutningaskipið Víkartindur strandaði árið 1997 í brjáluðu veðri. Ragnar lagði í flugferð til þess að ná myndum af skipinu á meðan það barðist um briminu. Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Sjávarháski Shackletons Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar sömu leið og heimskautafarinn Ernest Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra, Endurance, botnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ragnar lenti í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr, og Ragnar þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lögðu sig í. RAX Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Ljósmyndarinn segir frá gullskipinu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Það voru tvö hundruð manns um borð og fórust næstum því tvö hundruð, ég held að það hafi bjargast einhverjir 45 eða 50. Um borð í þessu skipi eru mikil verðmæti. Til dæmis 35 tonn af koparstöngum og 236 demantar,“ segir RAX um ævintýraskipið. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég bjóst alltaf við að þeir myndu finna það.“ Einhverjir hafa í gegnum árið talið sig hafa fundið gullskipið týnda. „Þegar þeir fundu þennan borkjarna og voru að þefa af honum þá var kryddlykt öðrum megin og koníak hinum megin. Svo kom í ljós að þetta var nú eiginlega bara klósetthurðin af þýskum togara.“ Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Gullskipið er ekki fyrsta skipið sem ljósmyndarinn hefur talað um í þáttunum RAX Augnablik. Hér fyrir neðan má sjá þrjá aðra þætti tengda skipum. Víkartindur strandar Flutningaskipið Víkartindur strandaði árið 1997 í brjáluðu veðri. Ragnar lagði í flugferð til þess að ná myndum af skipinu á meðan það barðist um briminu. Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Sjávarháski Shackletons Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar sömu leið og heimskautafarinn Ernest Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra, Endurance, botnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ragnar lenti í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr, og Ragnar þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lögðu sig í.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00