Man. United liðið miklu betra án Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:00 Cristiano Ronaldo hefur spilað mikið með Manchester United í Evrópudeildinni en fengið lítið að spila í ensku úrvalsdeildinni. Getty/MB Media Cristiano Ronaldo var hent út úr leikmannahópi Manchester United í gær eftir barnalega hegðun sína á sigurleiknum á móti Tottenham í vikunni. Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Ronaldo yfirgaf leikvanginn áður en leikurinn var búinn og það þrátt fyrir að Manchester United væri að vinna flottan sigur. Hann gat ekki samglaðst liðsfélögum sínum heldur fór í fýlu af því að hann fékk ekki að spila stórt hlutverk. Erik ten Hag sagðist eftir leikinn ætla að taka á þessu máli sem og hann gerði daginn eftir. Í dag var það staðfest að Ronaldo hafi neitað að koma inn á. Ten Hag hefur verið óhræddur við að geyma súperstjörnu liðsins á varamannabekknum og hann var líka tilbúinn að kasta Ronaldo út úr hópnum fyrir leikinn á móti Chelsea um helgina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) En mun United eitthvað sakna portúgölsku stórstjörnunnar? Ronaldo var ekki lengur fastamaður í liðinu og þetta var annar risaleikurinn á stuttum tíma þar sem hann þurfti að sætta sig að vera ónotaður varamaður. Tölfræðingar ESPN reiknuðu það líka út að United liðið er miklu betra án Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aðeins fengið 0,5 stig að meðaltali í þeim deildarleikjum sem Cristiano Ronaldo hefur byrjað en er með 2,25 stig að meðaltali í leik þegar Ronaldo er ekki í byrjunarliðinu. Á þessu er mikill munur og kannski skiljanlegt að Ten Hag þurfi ekki á einum besta knattspyrnumanni sögunnar að halda. Ronaldo hjálpaði reyndar til við að bæta seinni töluna þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Everton og skoraði þá sigurmarkið. Ronaldo hefur einnig spilað 351 af 360 mögulegum mínútum í Evrópudeildinni og þar hefur United liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira