Ráðherrar maki krókinn í gegnum dagpeningakerfið Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2022 10:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Björn Leví Gunnarsson sem telur einsýnt að dagpeningakerfið sé misnotað af ráðherrum. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir blasa við að ráðherrar landsins eru að fá ofgreidda dagpeninga. Almenningur tvígreiði til að mynda ferðir ráðherra til og frá flugvelli. „Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
„Eina niðurstaðan miðað við fyrirliggjandi gögn er að verið sé að ofgreiða ráðherrum í gegnum dagpeninga – hvort ráðherrar greiði tekjuskatt af þeirri greiðslu er óljóst,“ segir Björn Leví. Björn Leví lagði fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem snýr að greiðslu dagpeninga til ráðherra. Hann leggur út af svörum á Facebook-síðu sinni. Reglur um dagpeninga vegna ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna fela í sér atriði sem Björn Leví telur stinga í stúf: „Ferðakostnað að og frá flugvöllum“. Engin dæmi um endurgreiðslu dagpeninga Björn Leví vitnar í nýfengin svör við fyrirspurn sinni um það í hversu mörgum tilfellum ráðherra hins til þess að gera nýstofnaða ráðuneytis, stofnað 1. febrúar 2022, hafi verið ekið á flugvöll í bifreiðum ráðuneytis og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi ráðherra þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins? Svörin eru þau að ekki hafi komið til endurgreiðslu á dagpeningum. Björn Leví vitnar til sérstakra reglna fyrir ráðherra vegna ferðakostnaðar í embættisferðum: „Fæðis- og gistikostnaður er greiddur af hlutaðeigandi ráðuneyti fyrir ráðherra vegna ferðalaga sem tengjast störfum hans sem ráðherra vegna ferða hérlendis og erlendis. Um ferðakostnað og önnur útgjöld, frádrátt og tryggingar, gilda ákvæði reglna fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins.“ Tvígreitt fyrir ferðir ráðherra Björn Leví segir þetta þýða að ráðherra fái greidda dagpeninga fyrir ferðakostnað að og frá flugvöllum. „Ráðherra fær einnig skutl í ráðherrabíl til og frá flugvöllum. Sá kostnaður er ekki greiddur af dagpeningum ráðherra heldur af ráðuneytinu. Við erum sem sagt að tvíborga fyrir þessa ferð.“ Björn Leví segir dagpeninga virka þannig að þá eigi að nota til að borga fyrir máltíð. Ef ráðherra fái gefins máltíð beri að endurgreiða þann hluta dagpeninga. Annars beri að reikna þá sem hlunnindi og greiða tekjuskatt af þeim. „Svar ráðherra: Ekki hefur komið til endurgreiðslu á dagpeningum“. Fram kemur í svari Áslaugar Örnu að ráðherra hafi farið í þrjár utanlandsferðir tengdar starfinu. Dagpeningagreiðslur vegna þeirra nemi 543 þúsund krónum fyrir hótelgistingu, fæði og annan kostnað.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira