Erik ten Hag segir að það verði tekið á hegðun Ronaldo í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 10:31 Það eru margir sem vildu vera fluga á vegg þegar Cristiano Ronaldo mætir á æfingu í dag. AP/Jon Super Cristiano Ronaldo stal fyrirsögnunum í mörgum blöðum í morgun þrátt fyrir að spila ekki eina einustu mínútu í sigri Manchester United á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo hagaði sér enn á ný eins og smákrakki þegar hann stóð upp undir lok leiksins og yfirgaf Old Trafford löngu áður en leiknum lauk. Liðið hans var að vinna en það eina sem Portúgalinn var greinilega að hugsa um var að hann fékk ekki að spila. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ronaldo hafði skorað sigurmark Manchester United á móti Everton á dögunum en þá kom hann inn á sem varamaður. Hann hafði aftur á móti byrjað tvo leiki eftir það án þess að skora. United liðið var að spila vel í gær en knattspyrnustjórinn Erik ten Hag þurfti engu að síður að svara spurningum um hegðun stórstjörnunnar eftir leikinn. „Ég ætla ekki að hugsa um það í dag en við munum taka á þessu á morgun,“ sagði Erik ten Hag. „Einbeiting okkar er á frábæra frammistöðu í dag frá öllum ellefu leikmönnunum. Ég verð meira að segja að leiðrétta sjálfan mig því það voru ekki bara ellefu leikmenn sem voru að spila vel heldur einnig varamennirnir sem komu inn á. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Við munum taka á þessu með Ronaldo á morgun. Það sem við sáum í dag voru ellefu leikmenn sem vörðust og ellefu leikmenn sem sóttu,“ sagði Ten Hag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo strunsar af bekknum í miðjum leik því það gerði hann einnig í æfingarleik á móti Rayo Vallecano þegar honum var skipt út af í hálfleik. Þá talaði Ten Hag um að sú hegðun hafi verið óásættanleg. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ronaldo hagaði sér enn á ný eins og smákrakki þegar hann stóð upp undir lok leiksins og yfirgaf Old Trafford löngu áður en leiknum lauk. Liðið hans var að vinna en það eina sem Portúgalinn var greinilega að hugsa um var að hann fékk ekki að spila. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ronaldo hafði skorað sigurmark Manchester United á móti Everton á dögunum en þá kom hann inn á sem varamaður. Hann hafði aftur á móti byrjað tvo leiki eftir það án þess að skora. United liðið var að spila vel í gær en knattspyrnustjórinn Erik ten Hag þurfti engu að síður að svara spurningum um hegðun stórstjörnunnar eftir leikinn. „Ég ætla ekki að hugsa um það í dag en við munum taka á þessu á morgun,“ sagði Erik ten Hag. „Einbeiting okkar er á frábæra frammistöðu í dag frá öllum ellefu leikmönnunum. Ég verð meira að segja að leiðrétta sjálfan mig því það voru ekki bara ellefu leikmenn sem voru að spila vel heldur einnig varamennirnir sem komu inn á. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Ten Hag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Við munum taka á þessu með Ronaldo á morgun. Það sem við sáum í dag voru ellefu leikmenn sem vörðust og ellefu leikmenn sem sóttu,“ sagði Ten Hag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ronaldo strunsar af bekknum í miðjum leik því það gerði hann einnig í æfingarleik á móti Rayo Vallecano þegar honum var skipt út af í hálfleik. Þá talaði Ten Hag um að sú hegðun hafi verið óásættanleg.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira